Getur það verið að því fleiri vandamálasérfræðinga sem við menntum því fleiri vandamál finnist til þess að leysa með meiri peningum, sama á hvaða sviði sem er, einkum þó í þjónustu hins opinbera.

Í dag datt inn um lúguna hjá mér bæklingur þar sem boðið er upp á fegrunaraðgerðir þar sem geli er sprautað í hrukkur svo viðkomandi láti ekki á sjá aldurs vegna og þetta ættum við víst endilega að gera frekar en að hyggja að því að jarðarbúar eigi í sig og á.

Fyirliggjandi rannsóknir á ágæti aðferða þessara fylgja ekki með, enda heilbrigðiskerfi á kostnað skattborgarara fyrir hendi sem tekur á vandamálum ef upp koma, líkt og við færibandabrjóstastækkun/minnkun hlutastarfsmanna þess hins sama kerfis um tíma sem hægt er velta á vandamálum mögulegra fylgikvilla án mikillar ábyrgðar. Viðkomandi aðilar geta þess að hafa verið starfsmenn hjá ríkinu, sem á sennilega að teljast gæðastimpill þjónustu þessarar.
Við skattborgarar borguðum hins vegar menntun þessa fólks til þess að sinna þjónustu við okkur þar sem vantar fólk, en sú menntun virðist hafa endað í
eiginbissness, lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða við rekstur sem slíkan.

Eðlileg þróun, með siðvitund um siðalögmál viðkomandi stétta eða hvað !

Lyfjaiðnaður í heiminum er einhver sú mesta fjárvelta sem um getur þótt hluti heimsbúa hafi enn ekki lyf við hálsbólgu, meðan við Vesturlandabúar veltumst um í pillum við hvaða kvilla sem er ekki hvað síst á efri árum að sögn sérfræðinga til þess að auka lífsgæði.

Sjálf stend á á því fastar en fótunum að við Íslendingar þurfum ekki að innbyrða nema rétt rúmlega helming þess lyfjamagns sem við gleypum að læknisráði hér á landi ár hvert hér á landi.
Sama má segja um aðra Norðurlandabúa.

Sá kostnaður sem þjóðfélagið greiðir lyfjafyrirtækjum fyrir þennan lyfjaaustur, sem er há upphæð, er því óþarfur og mætti nýta til annars.

Enn sem komið er hefur vitund stjórnmálamanna ekki verið fyrir hendi á þessu sviði sem nokkru nemur, enda enginn þorað að setja sig upp á móti hinum “ heilögu vísindamönnum ” en sá tími mun koma, að einhver varpi ljósi á þessar staðreyndir, jafnvel fyrir næstu kosningar meðan misskipting er með því móti að hluti aldraðra hér á landi geti varla haft í sig og á, og lífskjör og lífsgæði hafi færst um öld aftur í tímann, hér meðan hluti
íbúa jarðar hefur heldur ekki notið góðs af uppfinningum lyfjafyrirtækja svo sem til þess að lækna hálsbólgu sem teljast verður skömm fyrr og síðar og skrifast í mínum huga á skort á siðmenntun almennt.

með góðri kveðju.
gmaria.