Þriðjungur palestínskra barna þjáist af viðvarandi vannæringu



Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarin tvö ár hafa valdið því að mun fleiri palestínsk börn þjást af vannæringu en áður. Ef marka má bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar, sem Þróunarstofnun Bandaríkjanna hefur látið gera, þjást nú 30% allra palestínskra barna undir sex ára aldri af viðvarandi vannæringu en sambærileg tala var 7% fyrir tveimur árum síðan, áður en allt fór í bál og brand í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða kunngjörðar 5. ágúst nk. en bráðabirgðaniðurstöðurnar valda ísraelskum stjórnvöldum nokkrum áhyggjum enda hefur Bandaríkjastjórn þrýst á um það að Ísraelar gerðu íbúum á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna kleift að lifa eðlilegu lífi. Hyggst Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, ræða málið við Ariel Sharon, forsætisráðherra.

\"Hann [Peres] vill snúa þessari þróun við, ekki aðeins af pólitískum ástæðum, heldur einnig af siðferðilegum ástæðum,\“ sagði Yoram Dori, talsmaður ráðherrans. \”Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni.\"

Undanfarin tvö ár hafa Palestínumenn ekki getað farið frjálsir ferða sinna um heimastjórnarsvæðin eða til Ísraels og margir hafa ekki getað sótt vinnu. Þá hafa Ísraelar hætt að greiða palestínsku heimastjórninni þá tolla og skatta sem henni ber. Ísraelar hafa sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að bregðast við hryðjuverkavánni frá palestínskum öfgamönnum en allt hefur þetta hins vegar haft afar slæm áhrif á aðbúnað palestínskra fjölskyldna, tækifæri þeirra til að afla sér tekna og færa björg í bú.


Tekið af www.mbl.is sem birtist á laugardaginn 27, júlí.




Það er greinilegt að stefna Sharons er til ætlað að gera annað og meira heldur en að deyða Palestínu-menn í kippum. Aðskilnaðar-stefna hans og Likud bandalagsins hefur leitt það í för með sér að Palestínu menn geta ekki fætt sig og sína.

Samt eru þeir alveg skilningslausir yfir reiði og örvæntingu Palestínumanna sem sjá fram á það að KANNSKI á morgun fær hann og börnin hans að borða, en þetta KANNSKI getur kannski verið e-ð annað en matar-biti heldur Bana-bit.
Hvernig heldurðu að venjulegur fjölskyldu faðir finnist um það að geta ekki fætt ástvini sína, en vita að í nokkurra km fjarlægð er nóg af störfum sem hann getur unnið og fætt sína ástvini.
Ísraelsstjórn er alveg blind á hversu niðurlægjandi og sárt það er að lenda í svona aðstöðu og eru alveg steinhissa að svona maður finnist hann vera í stríði við Ísraelsk stjórnvöl, þ.e.a.s Ólöglega hersetu, land-rán og aðrar Sharonískar aðferðir…

Ekki nóg með það að hann getur ekki fætt sig og sína, heldur getur palestínu ríki gert lítið, því að þeir eru hættir að fá lögmætan skatt af yfirráðasvæðum sínum. Sharon hefur búið til fangabúðir ekkert ólíkar þeim sem ættingjar hans hafa setið í á valda-tíma Hitlers, og er ég ekkert sérstaklega viss um að hann sofi ekki vegna samviskubits, yfir reiðinni, niðurlægingunni og DAUÐANUM sem hann er að skapa. Heldur hann þess í stað ótrauður áfram að móta sínu nasísku aðskilnaðar-stefnu, með tilheyrandi morðum,ránum og yfirgangi…

Shimon Peres nær e-ð að gala í fréttunum, en þar endar hans valda-svið það virðist ekkert geta stoppað harðlínu-öflin með Dr:Death í farar-broddi, Skildi maðurinn ekki átta sig á því að hann er að skapa fylkingar af palestínu-mönnum sem eru tilbúnir að berjast fyrir framtíð sinni og ástvina, eða er það kannski það sem hann vill?
Pælið í því, myndi friður koma sér vel fyrir Sharon? Myndi stuðningur við hann vera jafn sterkur? Vald Sharons byggist á því að halda nógu miklum óeirðum á svæðinu… Því án þeirra er hann jafnveikur og fyrir Intiföduna.


kv;vigni