“Þróunaraðstoð” Evrópusambandsins

Fyrir nokkrum dögum síðan var greint frá því í fréttum að vegna þess hve miðin innan lögsögu Evrópusambandsins eru orðin í slæmu ásigkomulagi vegna ofveiði og slæmrar umgengni hefur sambandið í auknum mæli verið að sækjast eftir því á undanförnum árum að komast í miðin hjá öðrum ríkjum og þá ekki sízt ríkjum í Afríku.

Þannig var sagt frá því, eftir því sem ég man rétt, að af um 6 milljón tonna heildarafla, sem veiddur væri í lögsögu Senegal ár hvert, veiddu Senegalbúar einungis um 9.000 tonn sjálfir en Evrópusambandið afganginn. Fyrir þessar milljónir tonna greiddi sambandið stjórnvöldum í Senegal einungis um einn milljarð íslenskra króna á ári.

Þetta er víst kallað þróunaraðstoð en er auðvitað bara argasta arðrán í anda gömlu nýlendustefnunnar. Þetta ætti ennfremur að segja meira en margt annað um það sem flestum er þó væntanlega ljóst hér á landi, þ.e. hvað það sé sem Evrópusambandið telur helzta kostinn við það að Ísland gangi í sambandið - landhelgina!

Hjörtur J.
Með kveðju,