Þannig tala ESB sinnar um aðildina.
Þeir setja dæmið þannig upp að við séum á fjórðu hæð í brennandi húsi. Eini möguleikinn sem þeir sjá er að stökkva út um gluggann og bara vona að varanleg örorka verði ekki allt of mikil.

En það er enginn eldur í húsinu og öll skelfingin er einungis af völdum brunaboða sem aðildarsinnar sjálfir hafa sett í gang.

Nú er ég ekki að segja að allt sé fullkomið hjá okkur, fjarri því. Ég er heldur ekki að segja að ekkert eigi að gera til þess að bæta stöðu okkar í alþjóðlegu tilliti.

En aðild að ESB hefur einfaldlega stærri galla en kosti í för með sér.

Ef satt væri, að almenningur græddi gull og græna skóga á aðild og að þeir einu sem töpuðu væru kvótakóngar, þá væri ég fyrir löngu búinn að sækja um aðild fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

En þannig er staðan ekki og ég get fullvissað ykkur um að kvótakóngar mundu tryggja það að Spánverjar þyrftu að borga þeim vel fyrir gjafakvótann.

Spurningin er ekki aðild eða dauði. Spurningin er framfarir, stöðnun eða aðild.
Persónulega kýs ég framfarir.

Kveðja,
Ingólfur Harri