Er þessi þráður ekki búinn að þvælast nógu lengi í ég-sagði - þú-sagðir þvælu?

Það hlýtur að vera óumdeilt að stjórnvöld hafa allan rétt til þeirra að gerða sem þau hafa gripið til. Orðalag er svo víðtækt að venjulegt ferðafólk hefur verið neitað um landgöngu í Flugleiðavélar. Ég veit af fyrstu hendi um Taívanskri fjölskyldu sem ætlaði sér að skoða Gullfoss, Geysi og Bláa Lónið sem snúið var frá í New York.

Það sem þarf að ræða er viðbrögð kjósenda. Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn og fundist Davíð stjórna landinu vel. Hér hins vegar brýtur hann réttindi OKKAR illa.

“Ha? Hvað sagði maðurinn?”

Jú, hann breytti áliti alþjóðasamfélagsins á Íslandi og íslendingum. Borist hafa fyrirspurnir 11 congress-manna af hverju fólki með USA ríkisborgararétt var vísað frá. Þessir 11 þingmenn gætu hreyft við því máli á frekar óþægilegan máta. Hafið þið horft á West Wing? Skáldaður já, en nærri raunveruleikanum. Munið þið hvernig Ísland kom fyrir í þeim þáttum? Vegna hvalveiða (Þeir héldu að sendiherran væri kona). Hvernig kemur Ísland næst fram í sambærilegri stöðu? Sem skósveinar morðingja sem þora ekki að horfast í augu við fórnarlömb sín. Einhversstaðar í Bandarískjum Norður Ameríku er núna rithöfundur með lista yfir plot-lines. Ein línan er um smáríkið sem sneri bakinu við lýðræðið vegna heimsóknar hundingja.

Viljum við þessa ráðamenn?

Nei.

Mun ég kjósa D í næstu þingkosningum?

Ekki ef Davíð er enn við völd og Sólveig ennþá ráðherra (ráðfrú).

Hvernig finnst Framsóknarmönnum Halldór Klettur í hafi hafa horfst í augu við Zemin?

Ennþá Kletturinn í hafinu? Ég er hræddur um að hann hafi litið undan.

Hvað vantar mig? Mig vantar flokk til að geta kosið. Skila auðu? valmöguleiki, en óþægilegur. Skylda hvers kjósanda er að hafa áhrif og autt atkvæði hefur ekki áhrif. Það á því miður við klofnings- og smáframboð líka. Ég vil sterkann hægri flokk með markaðshyggju og viðskiptafrelsi sem meginhugsjónir.

Hvað kýs ég þá?

Vinstri Græna.

“Nei nú er hann genginn af göflunum!”

Neipp. Ef fleiri Sjálfstæðismenn en ég geta kyngt því, þá er það eini valkosturinn til að neyða fram hallarbyltingu/formannsskipti í Valhöll. Aldrei myndi ég kjósa Bræðinginn (Samfylkinguna), Halldór er í Framsókn og var samsekur. Frjálslyndir? Æ láttu ekki svona. Lýðskrumarar allir saman. Ef ég kýs VG þá er ég að stuðla að stjórnarsamstarfi án Davíðs, sem myndi eflaust valda því að honum yrði skipt út og þá gæti ég kosið Sjálfstæðisflokk að nýju eftir 5 ár eftir að flokkurinn gengst undir innri krufningu.

Það er ekki útilokað að það myndist einhver hreyfing um að velta Davíð upp úr þessu en ég tel það harla óliklegt. Að minnsta kosti er ég sá eini sem hef nálægt mér í heyranda hljóði krafist afsagnar Davíðs, Halldórs og Sólveigar. Það ætti að vera skoðanakönnunin á hugi.is, ekki hvort hleypa ætti fólki með gulan húðlit með gular veifur inn í landið, heldur hverjir eiga að segja af sér.

Óla Grís er vorkunn því þetta er fóður fyrir tilvonandi andstæðing hans í forsetakosningum. Ég hafði trú á því að hann yrði fyrsti forseti Lýðveldisins sem yrði kosinn af stóli. Hann bauð Zemin til landsins en átti að öllum líkindum engann þátt í Hneykslinu.

Nú eru tvær setningar hengdar á Davíð fyrir lífstíð: Svona gera menn ekki. Það þarf að vera agi í herbúðunum. Nuffsaid.

Halldór er Utanríkisráðherra. Hann apaði allt eftir kínverjunum. Hann sýndi okkur Klettinn en kínverjunum malarnámið.

Sólveig dæmdi sig í Kastljósþættinum. Hvöss og ákveðin og örugglega búin að dæma sig í augum Lögreglu í landinu. Lögreglan á hrós skilið fyrir sjálfstjórn að hafa setið undir þessu öllu án þess að kveinka. Það kemur mér á óvart ef hún getur skammlaust átt samskipti við yfirmenn í Lögreglunni án þess að líta í sífellu undan.

Kostulegt hvernig fólk tók ekki eftir afsökunarbeiðni kínverska sendiherrans í Kastljósi. Ég hef hvergi séð talað um svipbrigði hans þegar hann sagði frá Geðveika Læknanemanum. Hann var afsakandi. Sáuð þið það ekki? ‘Saving face’ án efa. Fyrir þá sem ekki þekkja kínverska menningu þá er það ekki alltaf hvað þú segir heldur hvernig. Ef þú ert undir fyrirskipun að framkvæma eitthvað þá lætur þú þann sem þú gerir það gegn að það sé gegn vilja þínum á einhvern hátt. Það er nefnilega mikill munur á Hreinskilni og Heiðarleika austurfrá.

Ég vona að þetta ‘rant’ breyti farveginum svo hægt sé að fara að tala um eftirmál uppákomunar en ekki lengur verið að hjakka í sama farinu.