Þessi grein er tekin af visir.is, ég hef ætlað mér að koma orðum að þessu efni sjálfur en þessi grein lýsir skoðun minni svo vel að ég heði ekki getað orðað þetta betur en hér á eftir fer.

Ungir jafnaðarmenn harma fyrirhugað bann við einkadansi
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgaryfirvalda að banna einkadansa á svokölluðum nektardansstöðum borgarinnar. Ástæða bannsins eru m.a. “sterkar vísbendingar um að vændi þrífist í skjóli einkadansins”.

Ungir jafnaðarmenn telja aldrei réttlætanlegt að refsa mönnum eða fyrirtækjum vegna gróusagna eða “vísbendinga”. UJR telja Þar að auki bendir allt til þess að gjörningur borgaryfirvalda sé ólöglegur þar sem bannið brýtur klárlega gegn 75. grein stjórnarskrár Íslands þar sem segir:

“Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.”

tjórn ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þessi skoðun er áréttuð en þar er einig, af gefnu tilefni, tekið skýrt fram að félagið sé ekki með þessari ályktun sinni að “leggja blessun sína yfir vændi eða hvetja til þess að það sé stundað.”

Í yfirlýsingunni segir að mönnum skuli refsað fyrir að brjóta lög, ekki fyrir grun um að brjóta lög og minnt e rá að “starfsmenn nektardansstaða eru líka fólk sem er umhugað um æru sína, og því ekki við hæfi að stjórnmálamenn bendli þá beint eða óbeint við lögbrot.” Ungir jafnaðarmenn hvetja yfirvöld til að viðhalda lögum í landinu og refsa þeim sem sannarlega brjóta lögin með viðeigandi hætti en benda um leið á að í lýðræðisþjóðfélagi eru allir menn jafnir fyrir lögum og jafnframt saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð:

“Ef banna á starfsemi nektardansstaða vegna gruns um að þar þrífist vændi þá hljóta yfirvöld næst að banna alla þá skemmtistaði þar sem grunur er um að seld hafi verið ólögleg eiturlyf eða þar sem menn hafa verið beittir líkamlegu ofbeldi. Þar sem kvartanir vegna hinna ýmsu ”hefðbundnu“ skemmtistaða eru mun fleiri en gagnvart nektardansstöðunum og þar sem ólöglegt athæfi hefur sannanlega oftar viðgengist á þeim stöðum þar sem nekt kemur ekki við sögu þá hljóta yfirvöld að banna alla þá skemmtistaði líka, eða láta í það minnsta flytja alla þá staði sem grunaðir eru út fyrir miðbæjarmörkin.”

Stjórn Ungra jafnaðarmanna heldur áfram og bendir á að hórmang, eiturlyfjasala og þrælahald sé bannað með lögum og eðlilegt sé að þeir aðilar sem stundi slíka iðju séu kærðir og dregnir fyrir dóm, “algerlega óháð því hvort þeir sem eru sekir eru tengdir nektardansstöðum, almennum skemmtistöðum eða hvort þeir reka bakarí. Glæpur er glæpur óháð því hvar hann er framinn. Það er því alger óþarfi að banna nektardansstaði sérstaklega vegna ofangreindra glæpa. Staðirnir verða nefnilega sjálfkrafa ólöglegir ef ólöglegar athafnir eru vísvitandi stundaðar þar. Betur færi á því að íslensk stjórnvöld endurskoði vinnuréttarlöggjöfina sem snýr að vinnu útlendinga á Íslandi og sporni gegn meintum lögbrotum með almennum aðgerðum í stað þess að kippa fótunum undan löglegri atvinnugrein.”


Vonast eftir litríkri umræðu

Gyzmo