Pírata eru hugarar

Vildi bara benda fólki á að Píratar eru að bjóða fram á þing í ár.

Við erum ekki bara að þykjast vera einhver internetflokkur, flest okkar eru búin að tilheyra internetsamfélögum síðan á blautu barnsbeini, t.d. kannast ég við fólk þarna sem voru sterk á Huga fyrir svona 10 árum. Internetkynslóðin er að fullorðnast og auðvitað erum við með nýjar hugmyndir.

Hvaða hugmyndir? Tja, ef þú vilt kynna þér það (og taka þátt í því að móta stefnuna), komdu endilega á x.piratar.is

Það er einmitt málið, stærsta og öflugasta hugmyndin er e.t.v. að við höfum öll áhrif og við getum öll tekið þátt í að móta stefnuna.

Kannski öflugasta leiðin til að kynnast því hvað Píratanir standa fyrir er að fylgjast með umræðunni á Píratasíðunni á Facebook:

http://www.facebook.com/Piratar.Island

Anywhos, látum ekki gamla fólkið stela internetunum okkar! Be Active!