Ég hef tekið eftir því, að sumir einstaklingar mega varla senda inn grein án þess að verða fyrir skítkasti.

Tel ég að einn maður hefur farið hvað verst út úr því er “ritter” hann hefur vissar skoðanir á innflytjendamálum og vegna þess er hreytt í hann alls konar óhróðri(við höfum líka rifist á mjög ó-málefnalegum grunni :) ) en nóg er nóg.

ég skil ekki afhverju hann má ekki koma með sínar skoðanir á hlutunum án þess að verða málaður Le pen, ef þetta er svona mikil vitleysa sem hann er að fara með, AF HVERJU er hann þá ekki kveðin í kútin í stað þess að slengt sé á hann einhverjum stimpli og ráðist á hann en EKKI svarað honum, ég viðurkenni fúslega að ég hef gerst sekur um þetta sama mál, EN ef þessi síða á að vera umræðugrundvöllur um stjórnmál og allt sem henni tengist þá eiga öll mál að fá að koma fram og vera rædd, en ekki einungis þau sem FLESTIR eru sammála.

Þeir sem hafa verið á þessari síðu hafa séð að hann er lang-duglegastur við að koma með greinar og rökstyðja þær.
En svörin sem hann fær á móti eru yfirleitt ekki með sama móti.
flest okkar erum ekki sammála um hvað hann skrifar EN þá er málið bara að kveða hann í ´kútinn en ekki að ráðast að honum Persónulega.

ég tók mér langan tíma um helgina og las stefnu skrá Flokks framfarasinna um helgina og fannst hún ekki þetta Mein kampf plagg sem margir hafa skrifað að hún sé.
Það sem ég er mest hissa á er það að hann skuli nenna að vera hérna.

s.s mér finnst ódrengilega að honum vegið og fannst að einhver ætti að skrifa um það og fyrir mitt leyti biðst ég allaveganna afsökunar og vona að hann megi héreftir skrifa greinar án þess að ráðist verði á hann, heldur verði honum svarað með einhverju sem kemur málinu við…..

kv;vigni