Í gærkvöldi kom Davíð Oddsson fram í sjónvarpinu, einn að venju og sat hjá dagskrármönnum Dagsljóss. Þar kynnti Davíð einhverja könnun um ESB sem að forsætisráðuneytið hafði látið gera. Daginn áður hafði utanríkisráðherra haldið fréttamannafund um sömu mál en komist að allt annari niðurstöðu. Þeir eru í sömu ríkisstjórn en annar talar í norður en hinn suður. Hvernig má þetta vera? Margt af því sem Davíð segir um ESB er satt en það að bjóða landsmönnum upp á ríkisstjórn sem að er stefnulaus með öllu, það er óvirðing. Það er líka óvirðing að koma fram í sjónvarpi og vera eins prirraður og Davíð Oddsson. Ég spyr ykkur þess vegna, er tími Davíðs Oddssonar sem forystumanns sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra ekki einfaldlega að renna út? Ég sting upp á að Björn Bjarnason muni taka við leiðtogahlutverki sjálfstæðismanna eftir þetta hliðarspor í Reykjavík, þar sem að ég spái því að honum takist ekki að velta Ingibjörgu, því að Björn Bjarnason var besti ráðherra Sjálfstæðisflokksins og mikil mistök að láta hann í slaginn við Ingibjörgu. Hann á erindi í brúnna en Davíð á að standa upp, segja af sér og hætta í stjórnmálum. (Hann má alveg taka Sturlu Böðvarsson með sér frá borði!)