Alþingi Íslendinga hefur nú borið gæfu til þess að samþykkja auðlindagjald í sjávarútvegi, sem markar spor, til framtíðar og forðar því að auðlindir okkar kunni að ganga kaupum og sölum, án þess að landsmenn allir njóti góðs af.

Ef til vill gera sér ekki margir grein fyrir því hve hér er um mikla tímamótaákvörðun að ræða, enn sem komið er, en komandi kynslóðir eiga eftir að njóta góðs af þessari ákvarðanatöku í hinum margvíslegustu myndum því hér er um að ræða aðalatvinnuveg þjóðarinnar, sem undanfarna áratugi hefur lotið markaðslögmálum,
“ stærðarhagkvæmni ” sem þó hefur ekki skilað þjóðinni í heild
arði heldur fáum rekstaraðilum.

Þessi spor munu einnig marka mikilvæga ákvarðanatöku á öðrum sviðum, nýtingar náttúruauðlinda.

Forsvarsmenn LÍU. mótmæla og reyna að ræða “ hrun landsbyggðar ”, en því miður er reyndin sú að landsbyggðin er löngu hrunin fyrir tilstuðlan þess kerfis sem verið hefur við lýði án gjaldtöku um áraskeið, af afnotum hvers konar.

Gjaldtaka af atvinnugreininni gefur stjórnvöldum færi á að ráðstafa fjármagni, aftur til baka, til þeirra aðila er viðhafa
aðferðafræði veiða og vinnslu í samræmi við verndun og viðhald lífrikisins í heild, sem aftur þýðir umhugsun um komandi kynslóðir, en ekki bara nokkra sem græða á tá og fingri nokkur ár.

Ég óska því Íslendingum til hamingju með afrek núverandi sjávarútvegsráðherra, í þessu efni.


með góðri kveðju.
gmaria.