Alltaf finnst mér það vera séríslenskt fyrirbæri að hið háa Alþingi skuli þurfa að klára hvert þing með þrefi fram á nætur, fyrir þinglok.

Ég get ekki, með nokkru móti séð að skipulag þurfi að vera með þeim hætti að þingmál og frumvörp sitjandi stjórnvalda sem þeir hinir sömu hafa haft í hyggju að reyna að koma fram þurfi að koma fram á færibandi rétt fyrir þinglok, þannig að ekki sé mögulegt að ræða mál með viðunandi hætti af hálfu lýðræðislega kjörinna leiðtoga allra með tilheyrandi tíma til þess að afgreiða hvert mál fyrir sig.

Svo virðist sem þessi “ viðtekna venja ” kalli alla jafna á málþóf af hálfu stjórnarandstöðu er aftur tefur þingstörf og mögulegan umhugsunartíma þingmanna til afstöðumyndunar um hvert mál.

Með öðrum orðum mönnum gætu orðið á mistök undir slíkri pressu. mistök við að setja lög um hitt og þetta.

Menn segja já og nei með því að ýta á takka til atkvæðagreiðslu til þess að geta komist heim að sofa, án þess svo mikið að muna nema hluta af því orðaflóði sem um var að ræða um einstök mál og málaflokka.

Lýðræðið í allri sinni miklu mynd '

kveðja.
gmaria.