Frjálslyndi
Ég er búinn að beita mér fyrir því síðastliðið eitt og hálft ár að reyna að finna hina einu og réttu stjórnmálakenningu. Ég er búinn að skoða nokkra mismunandi möguleika líkt og t.d. zietgeist hreyfinguna, kommúnisma, fasisma (ég vildi gefa öllu séns) og fleiri hluti. Það sem lang mest hefur heillað mig í þessu öllu eru kenningar frjálshyggjumanna. Þess má til gamans geta að þetta er hugmyndafræði Ron Pauls forsetaframbjóðanda Republikana í BNA sem er að gera allt vitlaust vestra
Ég er að senda þessa grein inn vegna þess að mig langar að heyra málefnaleg rök með og á móti. Hér kemur stutt yfirgrip yfir frjálshyggjukenningar tekið frá wikipedia, hefði getað skrifað meira en vildi ekki ofgera
Frjálshyggja á rætur sínar að rekja stuttu fyrir byltinganar í Evrópu og Ameríku á 18. öld. Rætur hennar liggja helst til tveggja heimspekinga, John locke og Adam smith. Helstu hugmyndir frjálshyggjunnar bygðust uppá því að ríkið ætti að vera lítil stofnun sem sæi um það hlutverk að vernda landamærin og frelsi þegnanna innan landsins. Í þessum skilningi var frelsi skilgreint sem rétturinn til að gera hvað sem er svo lengi sem það skerði ekki frelsi annara.
Einnig var eignarétturinn álitinn vera gríðarlega mikilvægur hlutur. Bandaríkin voru byggð upp á þessari hugmynd um frjálslyndi, eignarétturinn var settur inní stjórnarskránna ásamt mörgum öðrum ákvæðum í anda frjálslyndis.
Frjálslyndið í Evrópu stöðvaðist um miðbik 19.aldar eftir sameiningu þýskalands þegar settir voru á verndartollar og fleiri ríkisafskipti á frjáls viðskipti við önnur lönd. Í kjölfarið fæddist velferðaríkið.
Frjálshyggjumenn nútiímans telja að flest öll vandamál nútímans megi leysa með því að einfaldlega láta ríkð hætta afskiptum af markaðinum.
Eftirfarandi er tekið af wikipedia orðrétt:
• Frjálshyggjumenn samtímans telja, að margvíslegar breytingar megi gera á velferðarkerfinu, án þess að kjör lítilmagnans versni. Til dæmis þurfi ekki að styrkja efnafólk af þeirri ástæðu einni, að það eigi mörg börn, sé orðið aldrað eða eigi við örorku að stríða. Þótt ríkið kosti skóla og sjúkrahús, geti það leyft einkaaðilum að reka slík fyrirtæki og neytendum að velja um þau.
• Frjálshyggjumenn samtímans telja, að rétta ráðið gegn fátækt í þriðja heiminum sé ekki að veita ríkjum þar svokallaða þróunaraðstoð, sem renni ósjaldan í bankareikninga valdsmanna, heldur stuðla þess í stað að frjálsum viðskiptum við fyrirtæki og alþýðu. Valið sé um þróun án aðstoðar eins og í Hong Kong eða aðstoð án þróunar eins og á Grænhöfðaeyjum.
• Frjálshyggjumenn samtímans telja, að vandann af mengun og sóun náttúruauðlinda megi leysa án víðtækra ríkisafskipta. Skilgreina megi einkaeignarrétt á náttúrugæðum, og þá hætti menn að sóa þeim, en eigendurnir taki þess í stað að sér að gæta þeirra.
• Frjálshyggjumenn samtímans telja reynsluna sýna, að minnihlutahópar geti betur treyst markaðnum en ríkinu. Markaðurinn spyrji ekki, hvernig bakarinn sé á litinn (eða hver stjórnmálaskoðun hans eða kynhneigð sé), heldur hvernig brauðið sé á bragðið.


Ein algengasta röksemd gegn einkaeignarrétti er, að hann hafi í för með sér misskiptingu auðs og valda, eins og sýnd er á þessu áróðurspjaldi frá 19. öld
Gagnrýni á frjálshyggju kemur úr ýmsum áttum.
• Íhaldsmenn segja, að frjálshyggjumenn séu siðlausir, því að þeir séu hlutlausir um verðmæti. Í augum frjálshyggjumanna sé klámsalinn jafngildur kennaranum, því að báðir fullnægi þeir þörfum fólks. En klám sé ekki og eigi ekki að vera jafngilt kennslu. Frjálshyggjumenn svara því til, að menn geti haft margvíslegar skoðanir á mannlegum þörfum, en ekki fari vel, ef ríkið taki að sér að gera greinarmun á góðum og vondum þörfum.
• Íhaldsmenn segja einnig, að frjálshyggjumenn beri ekki næga virðingu fyrir ýmsum verðmætum, sem eigi að vera óhult fyrir hinum frjálsa markaði. Það sé til dæmis ekki eðlilegt að leyfa fólki að reisa sumarbústaði í þjóðgarði, og Flateyjarbók og önnur forn handrit eigi ekki að ganga kaupum og sölum. Þetta séu dýrgripir, sem eigi að njóta verndar. Flestir frjálshyggjumenn viðurkenna þetta sjónarmið en segja að þetta séu undantekningar en ekki meginregla. Aðrir frjálshyggjumenn segja að hlutir eins og Flateyjarbók og lendur sem í dag eru skilgreindir þjóðgarðar eigi að vera í einkaeigu: Einstaklingar hafa mikinn hvata til að hámarka verðmæti eigna sinna og ef Flateyjarbók er verðmætari í vel varðveittu ástandi þá muni einstaklingur varðveita hana vel.[heimild vantar]
• Jafnaðarmenn segja, að frjálshyggjumenn taki ekki nægilegt tillit til lítilmagnans. Þetta sé hugmyndafræði hinna sterku, þeirra, sem eigi seljanlega hæfileika á markaði. Frjálshyggjumenn svara því til, að sjálfsagt sé að hjálpa þeim, sem hjálpar eru þurfi og geti ekki gert að því, hvernig komið sé fyrir þeim. En aðrir eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þeir eigi að njóta þess, sem þeir geri vel, og bera sjálfir kostnaðinn af mistökum sínum í stað þess að velta honum yfir á almenning.
• Jafnaðarmenn segja líka, að vald í höndum auðkýfinga sé ekki síður hættulegt en ríkisvaldið, sem frjálshyggjumenn óttist. Frjálshyggjumenn svara því til, að vissulega verði að setja valdi auðkýfinga skorður, en þær felist í réttarríkinu, almennum lögum og reglum, og þurfi ekki meira til. Enn fremur hefur hagfræðingurinn Milton Friedman mótmælt þessum rökum á þann hátt að hættan við vald hinna ríku og stóru stigmagnist með afskiptum ríkisins, en ekki öfugt.

Heimildir fékk ég einfaldlega með því að slá inn frjálslyndi á Wikipedia