http://visir.is/islenski-hrokinn/article/2011111109512

Eftir að lesa þetta og þar ber hann Berlin og Íslendinga saman. En þar sem hann lítur á það að bera fjölda saman við hvernig þjóðfélag við eigum að vera. Eigum við að líta á okkur sem ræfla fyrir það eitt að vera fámenn miðað við stóru löndin? Þetta er nákvæmlega eins og að segja að Nonni er svo miklu stærri en Jón að þá er hann miklu betri í öllu.

En aftur á móti þar sem Höfuðborgarsvæðið er um 1000km^2 en Berlin bara um 900km^2, en Höfuðborgarsvæðið bara 1% af öllu landsvæði Íslands og hefur 60% af fólki landsins. En Berlin er bara 0.4% af landsvæði Þýskalands og bara 0.2% af landsvæðinu. Hvernig fær hann það út að við séum eitthverskonar smáþjóð. Miðað við þessar tölur þá höfum við fjölmennustu borg í öllum heiminum ef við berum okkur saman við þessi stóru lönd. Er þetta réttur hugsunarháttur að bera okkur einhverveginn svona við hversu fjölmenn við erum?… Mjög ruglandi stærðfræði.

En stóra spurningin er…
Hvernig á maður að bera þjóðfélag saman við þjóðfélag?

Ég sé Ísland sem stórt tækifæri og góðir menn geta breytt miklu á þessu landi, við erum miklu meira flæðandi land og eigum mun auðveldara með að taka beygjur heldur en þessir risar sem við erum að bera okkur saman við.

En mér finnst grátlegt að þurfa alltaf að lesa þessa fræði frá Evrópusinnum sem vilja alltaf líta á Ísland sem aumingjan og hin löndin kunna þetta svo miklu betur en við, þannig við ættum bara að gera allt sem þau gera og fá okkur gjaldmiðil sem er stabíll á þann veg að þótt við værum of heimsk til að gera mistök ( sem við gerðum nú þó nokkur…) En þá værum við samt örugg því hin löndin hafa svo miklu fleira fólk til að borga brúsan fyrir okkar mistök, að við gætum lifað öruggara lífi, sem á sinn hátt er betra að mörgu leiti, en fyrir þjóð út í miðju Atlandshafi með fullt af sérvitringum veit ég ekki. En hvað með ef hin gera mistök?… Viljum við borga þeirra brúsa.

En hvað værum við að gera til að fá meira öryggi? Jú, fleiri lög og allkonar reglugerðir um hvað við megum og megum ekki gera, og jafnvel okkar að geta framleitt hér vörur til að halda í okkar þjóðfélag. En til að vitna í einn góðan sem sagði þessi orð,

,,He who sacrifices freedom for security deserves neither" - Benjamin Franklin

En útfrá hverju gerðum við þessi mistök í upphafi? Á þessu landi höfum við byggt okkur upp úr moldakofanum á um 100 árum ef ekki minna. En það má sjá hvenær við byrjuðum að búa til hús úr mold aftur, einfaldlega þegar við einkavæddum bankana með þær undirstöður að þessi mold væri notuð í útlöndum(HAHAHAHAAHAHA). Þetta öpuðum við upp eftir öðrum löndum og þetta sáu hagfræðingar bara sem góðan hlut því aðrir voru nógu gáfaðir til að hugsa um þetta fyrir þá. Nú eru lönd að lenda í nákvæmlega sömu vandræðum og Ísland lenti í og þannig má sjá að þetta var ekki innræktað vandamál sem við sköpuðum. Heldur var þetta það að við erum svo æst í að apa eftir örðum.

En svo að fá að lesa grein frá fólki sem talar ennþá um heimska Ísland sem þarf að læra af öðrum löndum og helst koma okkur upp í ESB og nýjan gjaldmiðil því við erum of heimskt til að eiga okkar eigin, þeir vilja að Evrópa sjái fyrir okkur um mat og heilasellum. Hvað munum við hafa eftir í þessu landi eftir að svona fólk fær að ráða hlutum í þessu landi. Þar sem ísjakinn Ísland er bara eyðieyja sem getur ekki séð fyrir sér sjálft, jú það verður ekki haus eftir á þessu landi því allt er svo miklu betra í Evrópu…

Ég vil nú ekki samt fara telja upp kosti og galla sem ég tel að við höfum við að halda okkur útaf fyrir okkur ein því það er löng saga og mikið um að kljást um og reyna frekar að læra af okkar mistökum og gera betur, því þannig gerum við okkar samfélag betra, í staðinn fyrir að láta aðra ráða okkur útfrá því hvað er hagstæðast fyrir þau, því mannlegt eðli er það að vera eiginhagsmunaseggir, svo einfallt er það.

En annars er ég bara góður í honum…
Feel free to hate on me