Já eða Nei?

Persónuleg skoðun tel ég að það sé verið að leiða okkur út í afsögn af okkar sjáfstæði þar sem það er mjög skýrt um það sagt að það verði engar sérstakar undanþágur gerðar fyrir Ísland og tekið beint upp frá Stefán Má Sterfásson, sem er prófessor í lögfærði við Háskóla Íslands.

“Skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfestir að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða, hvorki á sviði sjávaútvegsmála né landbúnaðarmála.”

Mér líst ekki á að við séum að fara segja upp landbúnaði hér á landi því þetta er stór atvinnusköpun fyrir landið. Ef það væri hægt að telja hversu margir hafa atvinnu á beint og óbeint við landbúnað og svo má náttúrulega ekki gleyma sjávarútveg. Ef það sé verið að fara skerða þetta eitthvað á einhvern hátt munu svo margir finna fyrir því. Að það sé betra að versla mat að utan, að við myndum vera eyða pening í að versla inn mat í staðinn fyrir að geta framleitt það sjálf og búið til störf og svo má ekki gleyma að með þessum pening sem við notum til að kaupa vörur fer ekki í bændur í öðrum löndum heldur fer þetta í laun og uppihald á fólki í þessu landi með því að halda þeim í vinnu, þetta skapar störf í landinu að hafa þetta hér í landinu.

Mér finnst ekki rétt að við skulum vera að fara afsala þessu. Mér finnst að Ísland eigi að einbeita sér í að vera sjálfstæð þjóð en ekki hafa allt innflutt og hvað með öll störfin sem skapast við þetta. T.d. ef við gætum hætt að flytja inn eldsneyti og farið að framleiða þetta alveg sjálf. Eins og Metan, Metanól, Vetni eða bara það sem mundi virka fyrir Ísland að framleiða og við gætum hætt að versla olíu og þannig verið sjálfstæð með eldsneyti líka. Ég tel þetta rétta sjón fyrir Ísland, ekki vera alltaf að styðjast við aðrar þjóðir geti skaffað okkur öllu lífsnauðsynlegum hlutum.

Annars tel ég ESB vera gallað samband og það sé að komast í ljós með Grikkland og Írland. Ég held að við séum mun betur stödd fyrir utan þetta samband, og þessi Össur sé svo frekur að hann getur ekki séð nein rök í öðru en hans eigin haus. Svo talar hann með tveimur tungum þessi maður.