Sælir, Hugarar!

Grasrótarsamtökin AARK (Aðgerðir til Aðskilnaðar Ríkis og Kirkju) eru nú með reglulegar auglýsingaherferðir á Facebook. Svona “smitherferðir” eru góð leið til að sleppa við að kaupa auglýsingar upp margar milljónir með hefðbundnum leiðum. Þar sem 73% þjóðarinnar vilja aðskilnað Þjóðkirkjunnar frá ríkisvaldinu (og hefur viljað það í 18 ár), þá datt okkur í hug að fólk væri til í að hjálpa málstaðnum með einum músarsmell ;-)

Ykkur er öllum boðið að vera með… hér:
http://www.facebook.com/event.php?eid=207508325960846

Þar sem ég veit að Hugi.is hefur kröfur um að greinar hafi ákveðna lengd, þá mun ég líma textann sem ÉG sjálfur skrifaði (ATH ekki ritstuldur) hingað. Vinsamlegast haldið umræðunni hér, frekar en á Facebook hópnum.

——————————————————–

Þetta er auglýsingaherferð á vegum AARK. Ef þú ert sammála málstaðnum og vilt hjálpa okkur að koma skilaboðunum áfram, vinsamlegast ýttu á “share” (eða “deila”) takkann hérna efst. Það þjónar engum tilgangi að ýta bara á “attending”, þó að það sé auðvitað góð leið til að telja þátttöku þína eftir að þú hefur póstað á vegg.

Hérna er stuttur útdráttur, ef þú nennir ekki að lesa allan textann:

Auglýsum að fólk getur knúið fram aðskilnað Þjóðkirkjunnar frá ríkisvaldinu með því að færa sig yfir í aðra kirkju með nákvæmlega sömu trúarkenningar. Tekur innan við 5 mínútur, hér:
http://adskilnadur.is/netskraning-ur-rikiskirkjunni

Þátttaka í smitherferðum skiptir gríðarlega miklu máli per einstakling.

————————————————————————————————

MEGINMÁL:

Sælt veri fólkið!

Samband Þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins felur í sér mikla mismunun fólks á grundvelli trúarbragða (og annarra skoðana), en einnig mismunun innan ríkis-rétttrúnaðarins sjálfs á grundvelli félagsaðildar. Þetta spillta og óréttláta fyrirkomulag skaðar okkur sem þjóð á ýmsa vegu… nánari umfjöllun um það má finna hér:

http://adskilnadur.is/astaedur

Hér má sjá RÚV fjalla um hið gríðarlega fylgi sem tillagan um jafnrétti trúfélaga (og annarra félaga) nýtur meðal þjóðarinnar:

http://www.youtube.com/watch?v=t7u88MctF2A

Meirihluti þjóðarinnar hefur sem sagt viljað aðskilnaðinn í heil *átján ár*… en vegna spillingar þá hefur ekkert verið aðhafst. Hvað getur hinn almenni borgari þá eiginlega gert? Er þetta ekki fyrirfram tapaður bardagi?

Alls ekki! Ef nógu margir færa sig úr ríkiskirkjunni (og yfir í aðrar kirkju með nákvæmlega sömu trúarkenningar) þá getur þingið ekki annað en hlýtt okkur! Ríkiskirkjusinnar hafa tönnlast á því í mörg ár að meðlimafjöldi Þjóðkirkjunnar réttlæti að hún verði áfram ríkiskirkja… eftir hverju erum við þá eiginlega að bíða?

Ef nógu margir Íslendingar myndu vita að…

A) Það eru til þrjár gamlar og virtar kirkjur með nákvæmlega sömu trúarkenningar og ríkiskirkjan (fríkirkjurnar svokölluðu).

B) Það tekur innan við 5 mínútur að breyta skráningu sinni gegnum netið:
http://adskilnadur.is/netskraning-ur-rikiskirkjunni

…þá yrði allt vitlaust í brottskráningum og þingið myndi afgreiða málið hið snarasta! Þetta spillta samspil af þingmönnum og yfirklerkum er nú þegar orðið stressað yfir hversu margir færa sig úr ríkiskirkjunni ár hvert. Hraðinn var nú alls ekkert slor á tímabilinu 2000-2010 (lækkaði um 11%)… en sjáið hvað hann stökk árið 2010 (árið sem netskráningarnar byrjuðu)!

http://data.is/kkX45O

Fallegt, ekki satt? Ímyndið ykkur síðan hvernig árið 2011 á eftir að líta út… sérstaklega ef við erum dugleg við að auglýsa! Með einum músarsmelli á “share” takkann getur þú, kæri lesandi, breytt miklu! Hversu miklu? Meira um það hér fyrir neðan…

————————————————————————————————

UM SMITHERFERÐIR:

Auglýsingaherferðir eins og þessi eru dæmi um svokallaðar “smitherferðir” (viral distribution). Þær geta verið FÁ-RÁN-LEGA öflugar… en einungis ef fólk *veit* hversu öflugar þær eru. Tökum hóflegt dæmi, þar sem ein manneskja póstar á vegg, fjórir lesendur pósta áfram, fjórir lesendur pósta áfram, o.s.frv…

1+4=5

5+16=21

21+64=85

85+256=341

341+1024=1365

Eins og þið sjáið þá getur ein manneskja skipt gríðarlega miklu máli! Þið sjáið þennan EXPLOSIVE vöxt sem verður eftir að “smitið” heldur áfram handan við ykkar persónulega sjóndeildarhring. Og þetta eru bara þeir taka þátt í að deila… fjöldi þeirra sem *lesa* auglýsinguna er auðvitað margfalt hærri.

Fyrir utan að pósta á vegg, þá er líka góð hugmynd að commenta og “læka” þegar þið sjáið annað fólk pósta auglýsingunni. Það eykur líkurnar á að þetta sjáist í Top News hjá öðrum sem þau þekkja.

————————————————————————————————

NOKKRIR ÁHUGAVERÐIR LINKAR:

Langflest kristin löng hafa þegar aðskilið ríki og kirkju. Sjá þessi tvö kort hér:
http://maps.unomaha.edu/peterson/funda/MapLinks/ReligionMaps_files/world-religion-map.gif
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Map_of_state_religions.svg

Prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík fagnar úrsögnum úr Þjóðkirkjunni:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/11/23/fagnar_ursogn_ur_thjodkirkjunni/

“Siðlaus samningur ríkis og kirkju” eftir sama höfund:
http://www.visir.is/sidlaus-samningur-rikis-og-kirkju/article/2010203821796

Fréttir af Karli biskupi og yfirstjórn ríkiskirkjunnar nýlega. Eftir að Karl (og fleiri) neituðu að segja af sér hafa brottskráningar úr ríkiskirkjunni snaraukist:
http://www.visir.is/vilja-biskup-burt-af-kirkjuthingi/article/2011110619609
http://www.dv.is/leidari/2011/6/15/vaentingar-kvenna/
http://eyjan.is/2011/06/17/orn-bardur-biskup-og-oll-yfirstjorn-kirkjunnar-verdur-ad-vikja/
http://eyjan.is/2011/06/19/konnun-afgerandi-meirihluti-vill-ad-karl-biskup-viki/