Það er okkar íslenzka eftirlitskerfi í heilbrigðismálum lítt til sóma að fulltrúi hins opinbera skuli ekki hafa tölur um það hver margir heilbrigðisstarfsmenn hafi verið sviptir leyfum á ári, einhverra hluta vegna.

Þegar verið er að ræða um það atriði að skipulags og eftirlitsleysi kunni að orsaka það að starfsmenn heilbrigðiskerfisins viðhaldi fíklum í meðferð við slíku, vegna þess að einn sérfræðingur veit ekki hvað annar gerir í útskrift lyfja til handa fíklum, þá HLÝTUR að þurfa að koma til betra eftirlit með þeirri hinni OPINBERU STARFSSEMI, sem greidd er af meginhluta skattpeninga landsmanna.

Á sama tíma eru Neytendasamtökin að vigta brauð, per skekkjumörk
þyngdar með tilliti til meints taps neytenda. Brauðgerðarmenn mótmæla og segja samtökin á villigötum.

Hvað með margfeldiáhrif ómarkvissrar notkunar skattpeninga sem
ávísun á lyf til handa sprautufíklum er, þótt ekki væri nema um einn starfsmann hins opinbera að ræða, en þvi miður eru þeir að öllum líkindum fleiri.

Við skattgreiðendur borgum starfsmönnum og eftirlitsaðilum laun,
og við tökum einnig þátt í meðferð við afdópun, sem og hinum félagslegu vandamálum öllum sem fylgja.
Ekki skrítið að illa gangi að lækka skatta.

Ég get ekki samþykkt það að kerfi sem í þessu tilviki heilbrigiskerfið sem skal vera faglegt hafi ekki yfir að ráða
tölfræði upplýsingum um starfssemi sína frá a - ö, hvað varðar
ágæti og annmarka, og skilvirkar aðferðir til úrlausna sem almenningi eru ljósar.

Það er einfaldlega ófaglegt.

kveðja.
gmaria.