Nú, á einni helstu trúarhátíð kristinna manna, er ein frétt ofar á baugi en nokkur önnur. Mikil vargöld er í Mið-Austurlöndum, öllum brögðum er beitt í þeirri baráttu sem þar fer fram. Ísraelsmenn hafa króað Yasser Arafat af, og hafa hertekið húsið sem hann er í og tekið rafmagn og vatn af húsinu. Óttast margir um að Ísraelsmenn hafi í hyggju að drepa leiðtoga Palestínumanna, með skelfilegum afleiðingum. Á meðan dynur hver sjálfsmorðsárásin yfir, og það er skelfilegt að sjá að þúsundir Palestínumanna eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu í þágu málstaðarins.

Friðarferlið hefur verið í uppnámi frá því að Ariel Sharon var kjörinn forsætisráðherra Ísraels, í febrúar 2001, en það hefur margoft komið fram að Sharon hefur lítinn áhuga á friðarhjali við Arafat og því að koma á sáttum og koma friðarferlinu aftur á, en morðið á Yitzhak Rabin árið 1995 og kosningasigur Benjamin Netanyahu árið 1996, varð til þess að friðarferlið fór af sporinu, og komst ekki á að nýju þrátt fyrir valdasetu Ehud Barak, en hann gat ekkert gat, enda þá háður stuðningi flokka sem studdu ekki friðarferlið. Frá haustinu 2001 hefur Arafat verið í stofufangelsi í Ramallah og er nú svo gott sem á valdi Ísraela.

Það versta sem gerst gæti væri að Arafat yrði drepinn, það yrði skelfilegt ef svo færi, afleiðingar yrðu ógnvænlegar. Arafat yrði að píslarvætti múslíma um allan heim, og er það varla vilji Sharons að svo fari. En samt sem áður er Arafat í þeirri stöðu að búast má allt eins við því að hann falli í átökum við hermenn Ísraela, það yrði skelfilegur endir á þessu ferli ef svo færi. Það yrði til að hleypa öllu í bál og brand ef Arafat félli, og leiddi til enn meiri sjálfsmorðsárása, það hefur sýnt sig að fjöldi fólks er tilbúið til að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn.

Það er augljóst að það er Bandaríkjastjórn ekki til hagsbóta í herferð sinni gegn hryðjuverkum, og mögulegum árásum á Írak, að vargöldin í Mið-Austurlöndum, því er augljóst að Bush-stjórnin mun reyna allt til að bæta ástandið, en fulltrúi Bush forseta, Anthony Zinni, er að reyna að miðla málum þar nú. Ariel Sharon hefur sýnt og sannað að hann er óhæfur til valdasetu og getur ekki með völd farið.

Ekki er gott að spá um framhaldið, en augljóst er að blóðugra stríð en áður hefur sést, er framundan ef Arafat fellur. Það verður athyglisvert að fylgjast með þessari atburðarás, sem er sífellt í mótun, og það er erfitt að spá um framhaldið.

stebbifr
kasmir.hugi.is/stebbifr

Gleðilega páska!