Í allri þessari umræðu sem er búin að fara fram á alþingi varðandi Baug og allt það langar mig til þess að fá álit ykkar á einu.

En málið er það að ég er að vinna sem sölumaður og þarf nokkuð oft að fara í Bónusverslanirnar með mínar vörur. OK með það en þegar ég kem inn fer aðili (svokallaður tékkari) yfir vörurnar þ.e vigtar þær og ber þær saman við nótu. En ef vörumagnið er minna heldur en stendur á nótu hafa þeir í Bónus tekið upp á því að sekta um 2000 kr. fyrir hverja vitlausa afhendingu + það að skrifa kredit nótu til þess að laga það sem aflaga hefur farið.
Finnst ykkur þetta eðlilegt

Getur það verið að þetta sé löglegt

Ef svo er þá er svo sem ekkert við þessu að gera, en ef þetta er ekki löglegt þá finnst mér að það sé hægt að setja málið upp þannig að Bónus er bara orðin svo stór á markaðnum að það þorir bara enginn heildsali að segja neitt við þessu. Því allir vilja jú selja vörurnar sínar og miðað við hvað bónus eru stórir þá eru bara allt of miklir hagsmunir í húfi þarna.
Ég tel að yfirgangurinn sé bara orðin það mikill að birgjarnir þora bara ekki að kanna rétt sinn í þessum sektarmálum af hættu við það að vera hent út.
Gaman væri að sjá hvað myndi gerast ef eitthvað fyrirtæki sem hefur verið inn í bónus en er þar ekki lengur myndi fara að kanna rétt sinn til þess að endurheimta þessa sektarpeninga aftur.

Mér finnst samt rétt að það komi fram að Bónus er eina verslunin sem beitir þessum sektum.