Nú hafa þingmenn í USA samþykkt að herða reglur um framlög til stjórnmálaflokkana. Oft hefur svona löggjöf verið sett í gang en alltaf stoppað í öldungadeildinni. Þökk sé Enron klúðrinu, þá er greinilegt að þingmenn eru skíthræddir um álit almennings í næstu kosningum, og eru því í raun að redda sjálfum sér fyrir horn. Athyglisvert er hvernig pólitísku vefritin hérna heima fjalla um þetta mál. <a href="http://www.kreml.is/“>Kreml</a> og ég höfum sömu skoðanir á þessu, enda skil ég ekki hvað er svona viðkvæmt í þessum málum.
Hinns vegar er segir <a href=”http://www.andriki.is/“>Andríki</a> í ”vefþjóðviljanum“:
<i>Þátttaka manna í starfi stjórnmálaflokka, þ.m.t. fjárstuðningur við flokkana, er einn af þáttum stjórnmálanna. Ýmsir vilja ekki leggja annað til málanna en fé. Það er þeirra framlag til umræðunnar. Margir vilja ekki að stjórnmálaskoðanir þeirra séu opinberar og vilja halda því fyrir sig hvaða flokk þeir kjósa, starfa fyrir og styrkja með fjárframlögum. Þeir sem vilja setja lög um að birta þurfi nafn styrktaraðila flokkanna í Stjórnartíðindum eru að biðja um takmarkanir á tjáningarfrelsinu.</i>
Svo mörg voru þau orð, opið bókhald er hvorki meira né minna en ”takmarkanir á tjáningarfrelsinu". Ég segi nú bara, ef þú skammast þín fyrir að það fréttist hvaða flokk þú eða þitt fyrirtæki styður, þá ættirðu bara að hætta því.
Hvað er verið að fela? Hvers vegna er þetta svona hrikalega viðkvæmt mál?
En íslendingar eru fífl, ég sé ekki að þetta breytist mikið á næstunni, við bugtum okkur og beygjum og þökkum fyrir vandarhöggin sem koma að ofan.
J.