1. Egill Helgason.

Hann heldur uppi besta sjónvarpsþættinum á Íslandi og heiminum. Og er einnig með bestu bloggsíðu heims.

Það er hægt að tengja ráðningu Evu Joly beint til hans.

Hann sér hlutina alltaf í réttu samhengi. Laus við að horfa á hlutina frá hægri eða vinstri sjónarhóli.

Drengurinn er góður efasemdarmaður. T.d. reyndi hann að róa fólk varðandi svínaflensuna (hvað er að frétta af henni annars?). Svo einnig varðandi loftlagshlýnun ( Er ekki verið að slá kuldamet í heiminum). Hann hefur verið óhræddur að gagnrýna það sem “má ekki”. T.d. múslima og þeirra menningu. Hann hefur talað gætilega , en samt fengið rasistastympilinn. Hann segir að múslimar vanvirða konur. Og að sjaíra lög eru slæm lög. RASISTI?!.

Í Silfur Egils þáttunum grefur hann upp hvern snillinginn á fætur öðrum. Hann er með puttann á púlsinum varðandi góða viðmælendur.


2. Davíð Þór JónssonBíddu, hvað er Davíð radíusbróðir að gera á þessum lista? Jú. Hann hefur haldið uppi snilldarinnleggi í morgunþætti Rásar 2. Hann svarar ýmsum “Eilífðarspurningum”. Sem dæmi: Hvernig sætta á stríðandi fylkingar, Er Guð til, af hverju eru mánudagar svona leiðinlegir, af hverju klikkar allt þegar síst skyldi, er öfund löstur, er munur á há og lágmenningu. Og mörgum fleiri spurningum.

Hann svarar þeim að sinni stakri snilld. Og ekki eru þetta auðveldar spurningar. Ég sé alltaf hlutina í öðru ljósi eftir að hann hefur lokið máli sínu.

Svo hefur hann verið með mjög góða bakþanka í Fréttablaðinu. Þegar ég sé grein eftir hann, þá les ég án tafar!. Nýjasti bakþankinn hans fjallar um fáránleika í Guð blessi Ísland myndinni að vörubílstjórinn knái Sturla var tjillandi í leðursófa og með flatskjá talandi um að vera farinn á hausinn. Í útlöndum eru vörubílstjórar láglaunafólk og hefur ekki efni á svona munuðum. Soldið merki um veruleikafirringu sem átti sér stað í góðærinu. Ekki er ég sammála öllu. En hef mjög gaman af skemmtilegum vinklum á mál.

3. Egill Einarsson. aka Gillzenegger aka Gillz aka þykki aka Störe.Hann hefur haldið úti einu skemmtilegasta bloggi á Íslandi.

Skoðanir hans, alvöru eða grín er algjer snilld. Hann er góður penni á sinn hátt. Hann bætir einu orði í orðaforða þjóðarinnar með hverri grein.

Hann gaf út Bók. Mannasiðir Gillz. Þetta er grín/alvöru bók. Gæti verið efni í stand-up ef út í það er farið. Svo var hann að kynna bókina sína í Smáralind. Var settur upp á svið og fékk hljóðnema. Svo hélt hann besta stand-up sem ég hef séð live. Var bara allan tímann hlæjandi.

Er fyrirliði landsliðsins í póker og hefur staðið sig með prýði.

Duglegur í ræktinni. Alltaf er hann í Sporthúsinu að æfa. Svo er hann góður að afla sér tekna. Fjarþjálfun hefur gefið honum um milljón í tekjur á mánuði. (já , búinn að reikna það!). Svo átti hann 3 söluhæstu bók ársins. Sem gefur honum smá aukapenge.

4. Agnes Bragadóttir.


Bíddu er þetta ekki menn ársins? Jú. konur eru líka menn. Þegar ég segi maður, þá gæti ég verið að tala um kvennMANN eða karlMANN. Feministar verða bara að feisa það.

Agnes er flugbeitt. Hún mætir oft á Bylgjuna að lesa okkur pistilinn. Skoðanir hennar eru til hægri og er hún hliðholl Sjálfstæðisflokknum. En það skemmir ekki, því hún er svo skemmtileg og meikar oft mikið sense.

Svo er hún fastur penni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem nefnist “Agnes spyr…” . Ég les ávallt hennar pistla með athygli. Alltaf nær hún manni.

Svo ef ég mætti velja einn aðila í Íslandi til að djamma með, þá mundi ég velja Agnes.5. Guðmundur Ólafsson


Áhugaverðasti hagfræðingurinn á Íslandi. Hann var vikulegur gestur á föstudögum hjá Sigurði á Útvarpi sögu. Alltaf gaman að hlusta. Var reyndar rekinn fyrir að tala kommon sense í nóv. En fór þá yfir á Rás 2 og heldur uppteknum hætti.

Hann er vel að sér um ýmis mál. Stóð sig vel að fjalla um þegar stjórnarmenn SPRON losuðu sig við hlutabréf áður en það fór í kauphöllina. Hann er enn að. Líkur eru á að stjórnarmenn verða dæmdir í framtíðinni útá þetta.

Hann er eitilharður stuðningsmaður verðtryggingar. Ég þarf ekki að vera sammála fólki til að finnast gaman að hlusta á skoðanir þess.

Hann er vel að sér um gang mála í Rússlandi og tengdum ríkjum. Margt gerist í heiminum fyrir utan Ísland!.

Menn sem réttsvo komst ekki á listann:

Jónas kristjánsson: Hann heldur uppi frábæru bloggi www.jonas.is. Ef ég hefði gert þennan lista í Nóvember þá væri hann í öðru sæti. En undanfarna mánuði hefur hann ekki verið að meikaða. Kallandi þjóðina öllum illum nöfnum.

Jón Gerald Sullenberger: Hefur gefið út frábær myndbönd um Baug, FLgroup og fleira. Vel gert hjá honum að varpa ljósi á þessi mál. Maður verður kjaftstopp eftir að hafa horft á þessi myndbönd. Hann er jú ekki alsaklaus. En gaman að hafa hann. Heldur uppí fínasta bloggi og gangi honum vel með búðina Kostur.

Vihjálmur Bjarnason: Formaður félag fjárfesta. Alveg frábær maður. Örugglega most wanted hit list hjá útrásarvíkingunum.

Pétur Blöndal: Fyrsti alþingismaðurinn sem nefndur er hér. En það er bara gaman að hlusta á hann. Kemur með frábær rök fyrir máli sínu.

Gunnar Sigurðsson: Hann stóð sig með prýði á Borgarafundunum í byrjun árs. Svo einnig í kosningabaráttunni fyrir Borgarahreyfinguna. Svo frábær í nokkrum Silfur Egils þáttum. Svo gefur hann út myndina “Maybe I should have”, sem mun væntanlega slá í gegn.Endilega komið með ykkar menn ársins. Eða kommentið á þennan lista.