Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja
sem birt er í blaðinu í dag,
hefur greinin skilað hagnaði, frá árinu 1994,til 2001, en þrátt fyrir það ekki greitt KRÓNU í tekjuskatt til ríkisins.

Að segir í grein Mbl. er ástæðan sú hægt hefur verið að yfirfæra
skattalegt tap á móti hagnaði við sameiningu hinna ýmsu fyrirtækja í greininni.

Með öðrum orðum núverandi sjávarútvegur skilar þjóðinni í heild ekki nokkru í formi skattekna. Aðalatvinnuvegur þjóðarinnar !

Á sama tíma er almenningur að sligast undan skattbyrði og illa gengur hjá hinu opinbera að sinna þjónustuhlutverki sínu við landsmenn. Í mínum huga er hér um að ræða hreint og beint ótrúlegt skipulagsleysi hvað varðar það atriði að ekki skuli hafa tekist að skattleggja hagnað þennan í svo langan tíma.

Án efa hefði mátt nýta hluta tekjuskatts af sjö milljörðum til þess að minnka biðlista sjúkrahúsa, byggja upp öldrunarþjónustu, osfrv. undanfarin sjö ár.

Mér er með öllu óskiljanlegt að engin hafi dregið fram þessar staðreyndir fyrr, eins og úttekt Mbl. gerir nú.
Flest öll “spillingarmál” hreint og beint blikna miðað við þessar upplýsingar.

kveðja.
gmaria.