Sælt veri fólkið.

Ég held að það sé kominn tími til breytinga hjá ríkinu okkar. Ég tel að það sé kominn tími til að kominn tími til að leggja niður til að mynda landbúnaðarráðuneytið þar sem landbúnaður á Íslandi er nú löngu sokkið skip. Ég sé enga ástæðu fyrir því að neyða okkur neytendur til að borga hærra verð fyrir landbúnaðarafurðir heldur en gengur og gerist í nágrannaþjóðum, og það þýðir ekkert að tala um gæðamun því ég hef ekki fengið neitt verri afurðir í Þýskalandi sem dæmi.

Það væri nær að stofna hugbúnaðarráðuneyti, eða líftækniráðuneyti eða eitthvað þvílíkt, allavega einbeita okkur að einhverju sem landið okkar er ekki að vinna á móti. Það þarf ekki miklar gáfur til að sjá að Ísland henti ekki til landbúnaðar, miklu nær að geyma fólkið okkar inn á heitum skrifstofum við að búa til peninga heldur en að geyma það úti í kuldanum lengst út í sveit og láta okkur borga fyrir það.

Kær kveðja til landsmanna.
Árni B. Halldórsson
abh@simnet.is