Sælt veri fólkið. Mikið hefur verið talað um þetta mál, og ég er ekki í nokkrum vafa um að mikill meirihluti Íslendinga (óháð trúarskoðunum) vilji aðskilnað ríkis og kirkju. En vandamálið er auðvitað að það fæst enginn trúverðugur pólitískur þrýstingur á það meðan 70% þjóðarinnar eru enn skráðir meðlimir (síðast þegar ég heyrði allavega).

En stór partur af vandanum er að maður græðir ekkert á að skrá sig út. Önnur leið til að orða þetta: Þú þarft að borga trúarbragðagjaldið… þú bara ræður hvert það fer. Klókir bastarðar, þeir sem sömdu þessi lög, því Þjóðkirkjan hefði farið á hausinn innan viku ef þetta nauðungargjald hefði hætt að vera nauðungargjald.

Sjálfur var ég skráður út þegar hópur fólks var með bás á Gay Pride. Þau leyfðu manni að fylla út eyðublaðið og fóru svo eina ferð með bunkann niður í Þjóðskrá. Mjög sniðugt, fannst mér, og ég ákvað að nota þessa hugmynd.

Ég prentaði út 20 stykki af þessu eyðublaði:
http://www.thjodskra.is/eydublod/trufelog/
… og hjálpaði vinum og vandamönnum að skrá sig út.

Ég hvet alla sem vilja gera slíkt hið sama til að joina þennan Facebook hóp:
http://www.facebook.com/group.php?gid=114986448027

… og alla sem eru fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju yfirhöfuð til að joina þennan hóp:
http://www.facebook.com/group.php?gid=32384554729&ref=ts





Þrjár oft spurðar spurningar að lokum:

1) Af hverju vilja kristnir líka að Þjóðkirkjan verði lögð niður?

Jafnrétti trúfélaga og lækkuð skattabyrði. Auk þess auðvitað þessi grunnstólpi lýðræðis, að ríkið eigi ekki að vera með puttana í trúarbrögðum fólks.


2) Er ekki þjónusta eins og skírnir, fermingar, útfarir, etc, innifalin í þessu gjaldi?

Nei, þú staðgreiðir aukalega fyrir hvert atvik eða “stykki” af slíkri þjónustu.


3) Kemst maður ekki í klandur við að gera þetta? Fylgist ríkið með þessu, og refsar mér, ef ég skrái mig út?

Nei.



Jæja. Takk fyrir að lesa, og endilega fáum góða umræðu.