Eru það fleiri en ég sem hafa tekið eftir því að verið er að vinna að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.

Síðast þegar ég athugaði var þetta ekki vilji hins almenna borgara, og verið er að treysta á óendanlegt þol þessarar þjóðar við því að láta vaða yfir sig.

Það er engin tilviljun að það er verið að fara hægt í sakirnar, í fyrstu voru minstu gjöldin hækkuð, nú svo voru smávægilegar aðgerðir færðar út af sjúkrahúsunum, og nýverið var kostnaðarhluti sjúklinga í þeim aðgerðum hækkaður.

Eina leiðin til að geta fengið meina sinna bót í vissum bæklunarsjúkdómum er með því að greiða þetta upp úr eigin vasa.

Og núna er búið að þrengja svo að spítölunum að sjúklingar verða að gista gangana.
(ATH það er ekki vegna sumarfría, verkfalla eða annara orsakavalda sem hafa áhrif á eðlilega starfsemi spítalana.)
Þrátt fyrir það að stöðugt aukist fjöldi sjúklinga sem sjúkrahúsin sinna, minkar það fjármagn sem þeima er úthlutað!

Eitthvað mun gefa sig í þessum málum, og líklegast mun það vera þjóðin.
Við munum muldra í barm okkar, blóta hástöfum í góðra manna hópi, draga upp budduna og greiða heilbrigðiskerfi okkar reiðarslag.

Og þegar allt er yfir staðið, munum við eins og vant er nota orð eins og “ svik”, “óréttlæti”, “synd” og “ óviðráðanlegt”.

Mér blöskrar að við skulum skipti eftir skipti leifa leti okkar og heigulshætti koma í veg fyrir að við sinnum skyldum okkar sem þegnar.
Það er okkar að láta kjörna fulltrúa okkar vita hvað það er sem við viljum!
Það er óafsakanlegt að snúa sér undan þegar við sjáum þessa hluti gerast fyrir framan okkur, það virðist þurfa rita sannleikan með rauðu á himinhvolfið til þess að við tökum við okkur.

Eru ekki einvherjir netverjar sem hefa hug í sér að taka höndum saman og láta rödd sína heyrast ?

Er þetta málefni þess vert að eyða nokkrum mínutum af okkar dýrmæta tíma til að gera stjórnvöldum ljóst að verið er að ganga þvert á vilja flestra þegna þessarar þjóðar?

Ef að þið eruð samhuga mér sendið mér línu.


Namo