Ég hefði viljað sjá t.d skattlagningu og eftirlit á ráðgjafastörf sem unnin er fyrir ríkið þar sem menn og konur maka krókinn eins og engin væri morgundagurinn.

Ég hefði viljað að sínfóníuhljómsveit Íslands breyttist í Kvartett Íslands.
Ég myndi leggja niður rás2

Ég myndi hækka fjármagnstekjuskatt verulega. Hafa hann í samræmi við stöðu þjóðarbúsins. Ekki einhverja kurteisilega málamyndun sem gerir ekkert gagn. Sýndu hugrekki Steingrímur Joð.

Ég hefði viljað sjá Laun Páls Magnússonar lækkuð VERULEGA og hann þyrfti að mæta á sínum eigin bíl í vinnuna.

Ég myndi vilja sjá hér á landi erlenda óháða nefnd sem rýnir í hvað alþingismenn og ráðherrar eru raunverulega með í hlunnindi og styrki, síðan skera það af.

Ég myndi leggja 15 prósent skatt á alla yfirvinnu næstu árin (nema hjá hálaunafólki). Hvetja fólk til að byggja upp það sem hægt er að byggja upp. Og leyfa þeim að vinna mikið sem á annað borð vilja búa hérna í landinu. Annars vinnur fólk bara svart. Það er bara staðreynd.

Ég myndi vilja að þessi ríkisstjórn sem taldi síðustu ríkisstjórn vanhæfa myndi aflétta BANKALEYNDINDINNI og ekki vera svona vanhæf sjálf.

Ég myndi vilja sjá sameiningu háskóla. Einkareknir háskólar fá styrk frá ríkinu ef fólk veit það ekki , svo það er mikið bruðl í gangi í menntakerfinu.

Ég myndi leggja niður annaðhvort borgarleikhúsið eða þjóðleikhúsið. Algjör óþarfi að vera með 2 stór leikhús í svona litlum bæ eins og Reykjavík er.

Ég myndi leggja niður forsetaembættið. Það er bruðl og puntudúkkuembætti sem þjónar aðeins öðrum puntudúkkum og úreltu evrópsku konungs/drottingar, fursta/furstynju og greifa/greifynjudæmum Þ.e.a.s. þetta fólk hittist í fínum veislum á kostnað almennings.

Ég myndi skoða alvarlega þessa 20prósenta leiðréttingu ef þeir vilja halda einhverjum í landinu.

Ég myndi hækka verulega flugmiðan til útlanda :), því þangað mun fólk reyna að flýja á næstu árum ef hugmyndaflug þessarar vanhæfu ríkisstjórnar nær aðeins til brennivíns , tóbaks , og bensíns. Í stað þess að rýna í fituna sem föst er á ýmsum stöðum í þessu landi.

Ég myndi breyta lögum til að nálgast bankainnistæður þeirra sem hafa fengið óeðlilega há lán hjá bönkunum undanfarin ár. Og skulda þjóðinni mikið. Hvar sem þær eru í heiminum Því ef þeir eiga eitthvað fé eða eignir einbversstaðar þá á að gera það allt upptækt. Bæði eignir og fé inni á reikningunum þeirra.

Draga verulega úr styrkjum til bænda. Og draga úr höftum á matvæli.

Er eitthvað eðlilegt við það að Íslendingar eru neyddir til að kaupa mat dýrum dómum en svo fer bóndinn í Ikea og kaupir eldhúsinnréttinguna þar og gerir smiðinn atvinnulausan?

ogsfrv..
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust