Hvað er Jafnaðarstefna?
Jafnaðarstefnan er þegar vald í formi laga er notað til að færa til fjárnumi og eignir á milli einstaklinga eða hópa, hvort sem þeir vilja það eða ekki. Sem dæmi um allskonar “prógröm” til að jafna hlutina eru eftirfarandi: Styrkir, tollar, ókeypis menntun, réttur til framfærslu, niðurgreiðslur, tekjutengdir skattar o.s.frv.

Það er auðvelt að láta freistast af jafnaðarstefnunni, ókeypis menntun, ókeypis heilbrigðiskerfi, framfærslustyrkur og allt það, hver vill ekki kærleiksrík lög?. En málið með svo margt annað sem maður lætur freistast af þá fylgja þessu slæmar hliðar líka. Og ekki nóg með að þær séu slæmar, þær eru stórhættulegar. Málið er að þetta er alls ekki ókeypis og verðið er dýrara en látið er uppi í byrjun, miklu dýrara. Því þó það sé sniðugt að allir komist í skóla og allir hafi aðgang að heilbrigðiskerfi er mjög varhugavert að setja það í lög að allir eigi að fá það “frítt”.

Um leið og lögin eiga að vera kærleiksrík þá eru þau ekki réttlát lengur. Það er ekki hægt að samrýma þessi tvö atriði í lagasetningu. Réttlæti er að hver og einn ákveði sjálfur hvað hann gerir við sýnar eignir, og það getur þýtt að viðkomandi ákveði að vera ekki kærleiksríkur; gefi ekki með sér.

Jafnaðarmönnum finnst einmitt að fólk eigi ekki að eiga rétt á því að gefa ekki með sér og því vilja þeir skylda alla til að gefa með sér, hvort sem þeir eiga efni á því eða ekki, og hvort sem þeir vilja það eða ekki. Í sjálfu sér er þetta vanhugsaður kærleikur og á eftir að hafa mjög slæm áhrif.

Hlutverk laganna er að varna því að óréttlæti ríki. Einstaklingar mega ekki fara í vasa hvors annars og taka fjármagn eftir þörfum til að útdeila eftir sýnu höfði. Það væri óréttlæti. Hvernig stendur þá á því að Ríkið má gera það? Þegar ósamræmi er á milli laga og siðferðis þá stendur fólk frammi fyrir tveim kostum og báðir slæmir: missa tilfinninguna fyrir siðferðinu eða missa virðingua fyrir lögunum. Þeir sem reyna að komast undan því að Ríkið gangi á eingir þeirra eru kallaðir glæpamenn, og þeir sem fara og taka eignir af einstaklingum ófrjálsri hendi eru líka kallaðir glæpamenn.

Jafnaðarstefnan varnar því að réttlæti ríki með því að ýta undir óréttlæti. Hún sviptir fólk ábyrgð á eigin gjörðum. Hún verðlaunar óskynsamlegar ákvarðanir og refsar fyrir góðar ákvarðanir. Og það eru einmitt þeir sem velja skynsamlega og taka ábyrgð sem eru svo látnir bera ábyrgð á hinum sem gerðu það ekki. Fólk getur því sem næst gert það sem því dettur í hug án þess að bera ábyrgðina, því Ríkið á að vernda atvinnustarfsemi og allir eiga rétt á framfærslu, hvort sem þeir unnu fyrir henni eða ekki.

Hvað á að gera við allt þetta fólk sem tekur óábyrgar og heimskulegar aðferðir?
Láta það vera frjálst, láta fólk taka ábyrgð á eigin gjörðum og eigin lífi. Það eru mun meiri líkur að ef fólk þarf að taka ábyrgðina á því sem það gerir að það taki skynsamlegri ákvarðanir.
Það á líka að hætta að refsa fyrir það eitt að ganga vel, því það hefur lamandi áhrif á þá sem gengur vel.

Oft verið sagt að frelsi og ábyrgð séu tvær hliðar á sama málinu. Þetta er ekki rétt. Frelsi og ábyrgð er sami hluturinn. Frelsi er að upplifa afleiðingar gjörða sinna óhindrað.

Fólk segir oft að við erum svo óábyrg og óþroskuð að við séum einfaldlega ekki tilbúin fyrir frelsið. Eitt veit ég: Að ef móðir mín hefði bundið mig niður í stól þegar ég var ungabarn, af hræðslu við það að ég dytti á hausinn, þá hefði ég líklega aldrei lært að ganga, hvað þá hlaupa. Ég datt ábyggilega oft á hausinn og meiddi mig, en ég lærði þau alltaf eitthvað og hélt áfram.

Þá komum við að klassísku “rökum” jafnaðarmanna.
Margir segja að af því að við, frjálshyggjumenn, viljum ekki framfærsluréttinn að við viljum að fólk deyji út á götu eða svelti í hel, og af því að við viljum ekki að ríkið sjái um menntun landans að þá teljum við menntun slæma o.s.frv.
Þetta er jafngáfulegt og að segja að við viljum ekki fá okkur bjór af og til af því að Ríkið selur hann.

Það sem við viljum er að fólk sé frjálst til að lifa eins og það vill, gera það sem það vill.
Að Ríkið svipti fólk ekki ábyrgðina með því að segja því í hvað þeirra vinna eigi að fara í, þó það sé einungis að hluta. Við viljum að fólk verði að taka ábyrgðina á eigin lífi og fari að taka skynsamlegar ákvarðanir.

Jafanaðarmenn vilja samstöðu, bræðralag, samvinnu. Við viljum það líka, en við viljum að fólk ákveði sjálft með hverjum það vinnur, með hverjum það stendur og með hverjum það fari í bræðralag.

*Studdist við Lögin eftir Bastiat og einnig Libertywire sem er fréttabréf frjálshyggjumanna í BNA.

friður
potent