Því miður held ég að við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að brú milli ríkra og fátækra er til staðar á Íslandi eins og mál hafa þróast á tímum frjálshyggju og óheftra markaðslögmála.

Öldrun , fötlun, , ellegar hvers konar aðstæður sem ekki flokkast inn í þann meðaljöfnuð sem atvinnutekjur um eða yfir 150 þúsund á mánuði taka til, hefir einfaldlega ekki verið boðið að því borði góðæris sem ríki og sveitarfélög í landinu hafa talið vera til staðar.

Meðan röntgentæknar og sérfræðingar í læknisfræði hafa laun sem þeim hinum sömu líka, veigrar láglaunafólk og öryrkjar og aldraðir sér við því að leita
þjónustu sem er þeim hinum sömu ofviða að greiða fyrir, sökum þess að það kann svo að vera að það geti ekki greitt fyrir röntgenmyndatökuna sem gæti verið að því yrði ráðlagt að fara í.

Það fyrirfinnst varla króna af ellilífeyrinum sem hefur verið tvískattlagður, en þá er eftir að greiða lyfjakostnað sem nemur óheyrilegum upphæðum.

Öryrkjar greiða skatta af bótum sínum innan við hundrað þúsund eins og láglaunamenn, því við skattleysismörkum hefur enn ekki verið hreyft við þrátt fyrir gegndarlausar launahækkanir til handa ákveðnum stéttum sem í krafti menntunar og lagasetningar þar að lútandi gegnum tíð og tíma hafa róið árum sinna eiginhagsmuna sem nú virðast að vissu leyti stangast nokkuð á við almenn viðmið s,s.
lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna miðað við hinn almenna launamann þar sem munar um hálfum tug þúsunda á lífeyrisréttindum.

Því miður hefur það ekki tekist nógu vel að reyna að leiðrétta þann ójöfnuð sem fyrirfinnst í þjóðfélagi sem hefur enn sem komið er talið sig þess umkomið að veita jafna þjónustu til handa öllum.

Þar bera riki og sveitarfélög ásamt verkalýðshreyfingunni jafna ábyrgð á skipan mála , varðandi það umhverfi skattalega sem hefur búið til fátæktargildru fyrir ákveðna ´þjóðfélagshópa , í formi hlutfalllegra skattgreiðslna sem og annarra ráðstafana t.d. varðandi húsnæðismál, þar sem félagsleg fyrirgreiðsla til handa þeim efnaminni, hefur verið færð í hendur einkaaðilum
s.s. Félagsbústöðum í Reykjavík.

Aukinn jöfnuður og samvitund hlýtur að verða krafa til handa
kjörnum fulltrúum er taka munu að sér að starfa fyrir okkur
í framtíðinni.

kveðja.
gmaria.