Ég vil byrja á að segja að ég er ekki að reyna setja út á neitt, ég er ekki að metast, ég er ekki að setja út á skoðanir fólks eða neitt svoleiðis. Ég er bara að spyrja…

Þessi spurning beinist helst að þeim sem kusu Samfylkinguna og VG. Aðrir mega að sjálfsögðu svara en maður tekur þeirra svörum öðruvísi.

Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig hingað til. Þá meina ég aðallega, hvernig finnst þér hún hafa brugðist við á þessum tíma. Hvernig finnst þér forgangsröðunin hjá henni.

Ég vona að ég fái hreinskilin svör því ég gæti ímyndað mér að sumir séu ekki sáttir. Eins og Evrópumálin. Þau hafa verið aðalherslumálin hjá ríkisstjórninni og í rauninni það eina sem hún hefur sýnt áhuga síðan hún tók við sem bráðarbirgðarstjórn. Það mátti búast við því að ef þú kaust Samfylkinguna að þá væriru að vonast eftir ESB en það er ekki eins sjálfgefið með þá sem kusu VG. Og núna, þvert gegn orðum sínum í kosningabaráttunni, munu báðir flokkar ekki leyfa fólkinu að ráða heldur fara með þetta í gegnum Alþingi. Sjálfur yrði ég mjög fúll með það ef ég væri ekki sama sinnis og flokkurinn sem ég kaus því ég hafði alla vega atkvæði fyrir til að sýna fram á það en núna er það ekki hægt.

Mér finnst flokkarnir hafa farið illa á bakvið meðlimi sína því þetta eru flokkar sem hafa margendurtekið í gegnum árin að þeir myndu alltaf láta fólkið ráða í stóru málunum. Það var sagt varðandi álverin, um Kárahnjúka og fyrir kosningarnar núna og fyrir 4 árum síðan en núna fer hún á bakvið orðin. Það finnst mér skítlegt. Væri glaður að fá tækifæri til að spurja Steingrím eða Jóhönnu út í þetta sjálfur fyrst að lélegu fréttamenn landsins, sem aldrei spurja góðra spurninga þegar kemur að pólitík, geta spurt.

Hvað finnst ykkur svo um hin endalausu loforð, það sem sagt er að þetta verði ekki gert en ekkert er svo gert. Ég hafði, þótt ég kaus XD, ágætlega trú á Katrínu Jakobs sem menntamálaráðherra en þrátt fyrir yfirlýsingar hefur hún ekkert gert varðandi RÚV. Hversu erfitt er að lækka launin hans?

Svo eitt enn sem ég spyr af fávisku. Af hverju þurfa laun forsætisráðherra að vera hæst. Ég skil alveg ef að þetta hafi verið í reglunum, veit ekki hvort þetta sé ný regla eða ekki. Vil bara fá að vita það.

Plís veriði hreinskilin. Vona að þið getið sýnt hlutlausi annað en umræðurnar í sjónvarpinu. Staðreynd að stór meirihluti spyrjenda, fréttamanna og pródúsera eru Samfylkingamenn og því sér maður aldrei nógu sanngjarna umfjöllun þar en það er annað mál :p
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”