Sjaldan hefur komið betur í ljós hve kosnir leiðtogar á þing
virðast telja sig geta borið fram fyrir þjóðina.

Gjörsamlega órökstuddur málflutningur talsmanns Samfylkingar, í sjónvarpi nú í kvöld, varðandi nauðsyn þess að sækja BARA STRAX um aðild að Esb. vegna þess að að EES samningurinn væri ekki nógu góður, og sjávarútvegsmálin þau væru “ EINU rök andstæðinganna ” er hreint og beint stórfurðulegur.

Talsmaðurinn viðhafði síðan almennt orðagjálfur fram og til baka um áhrifaleysi okkar varðandi EES samninginn, ÁN ÞESS AÐ BENDA Á DÆMI. en mærði utanríkisráðherra er viðhaft hefur uppi málflutning undanfarið af sama toga þ.e. þess efnis að EES samningur væri ómögulegur án þess einnig að benda á sérstök dæmi.

Þegar talsmaðurinn var inntur eftir því hvort þessi mál yrðu sett á oddinn í flokknum í næstu kosningum, kom nokkuð á talsmanninn sem virtist svara vant, dró í land og sagði skiptar skoðanir meðal flokksmanna. Vildi heldur ekki viðurkenna að hér væru um einhverjar tilraunir að ræða vegna sveitarsstjórnarkosninga þar sem t.d. Samfylking og Framsóknarflokkur hafa hagsmuna að gæta í sameiginlegu kosningabandalagi í höfuðborg landsins.

Fjöldi atkvæða í kosningum á höfuðborgarsvæðinu hefur margfaldast á undanförnum árum, með fólksflótta þangað.

Mér kæmi því ekki á óvart að hér væri um að ræða sérstakt átak til þess að viðhalda borgarbandalaginu í sveitarstjórnarkosningunum,
með samtali flokka innbyrðis þar á bæ með órökstuddum alhæfingum um ókosti EEs og inngöngu strax í ESb, með öðrum orðum eiginhagsmunapot flokka á kostnað málefnalegrar umræðu um þessi mál.
Vonandi er að utanríkisráherra færi rök að máli sínu í utandagskrárumræðum sem óskað hefur verið eftir í þinginu, um vandamál okkar varðandi EES samninginn nú fremur en áður.

kveðja.
gmaria.