Alþjóðleg samtök eiga nú ríkari þátt í baráttu hvers konar hér á landi og ofbeldi gegn konum hefur nú verið tekið fyrir þar sem
misnotkun valds í formi nauðgana t.d. er aukið vandamál í nútíma samfélagi.

Hvers konar valdbeiting af hálfu þess er hefur völd í krafti yfirburða hvers konar, og misbeytir því hinu sama valdi í sína þágu er alvarlegt umhugsunarefni.

Ofbeldi gegn konum er umhugsunarefni einkum og sér í lagi þar sem aukist hefur að fátækar konur flytjast milli heimsálfa til hjónabanda með mönnum sem margir hverjir telja að konurnar eigi ekki að kosta mikið og telja sig þess umkomna að setja þeim fyrir skilyrði þröngrar lífsafkomu til handa þeim og þeirra afkomendum, ef til vill í þjóðfélagi allsnægta.

Ef þær mótmæla er þeim kanski bara hótað öllu illu, jafnvel líkamlegu ofbeldi.
Þetta flokkast undir svokallað heimilisofbeldi sem nú er talið heilbrigðisvandamál meðal þjóða heims.
Vandamál sem ljóst og leynt kostar mjög mikið til handa þolendum og þeim er þurfa að koma að aðstoð við þá hina sömu á öllum stigum.
Gerendur sleppa vel því kærur eru fáar vegna erfiðra boðleiða, í kerfinu sem og afar vægra dóma til handa þeim er sekir eru fundnir að slíku athæfi enn sem komið er.

Það sem virðist oft gleymast í þessu sambandi að ofbeldi gegn konum úr hvaða heimsálfu sem er er einnig ofbeldi gegn börnum, inni á þeim heimilum sem slíkt á sér stað.

Ég fagna aukinni þáttöku samtaka á alþjóðlegum vettvangi gagnvart baráttu gegn þessu þjóðfélagsmeini sem til staðar er hér á landi, líkt og annars staðar.

kveðja.
gmaria.