Mér finnst rosalega undralegt að sjá fullorðinn mann sem hefur næstum lagalega skyldu til að vera með heilbrigðar skoðanir bara útaf stöðu sinni í þjóðfélaginu vera með jafn barnalegar skoðanir um ESB einsog Davíð Oddsson.

Á mbl.is í dag er hægt að lesa þessi ummæli hans um hugsalega inngöngu íslendinga í ESB : “að Íslendingar gangi í ESB, gefi eftir hluta af fullveldi sínu, missi yfirstjórn á íslenskum sjávarútvegi til að fá tóm til nefndarstarfa um hreinlæti á vinnustað og hafa bærileg áhrif á reglugerð um rottueitur.”

Það er mjög barnalegt að halda því fram, að það að hafa áhrif á stóran hluta þeirra laga sem sett eru á íslandi sé “tóm til nefndarstarfa um hreinlæti á vinnustað og hafa bærileg áhrif á reglugerð um rottueitur”. 80% lögjafar ESB tekin beint inn, án þess að við höfum neitt um hana að segja útaf EES samningnum og ESB hafa sagt það hreint út núna að endurskoðun EES samningsins komi ekki til greina. (sú afstaða reyndar vel skiljanleg, hvað þarf að gera fyrir okkur og Norge sem vilja ekki einusinni vera með)

Ég hef lesið margar greinar þess efnis að yfirstjórn íslensks sjávarútvegs þurfi ekkert að breytast með inngögu okkar í ESB, og ef einhver breyting verður, getur hún þá eitthvað verri en að einhverjir sérhagsmunapotarar hjá LÍÚ fái að rugla með þessa auðlind okkar einsog þeir hafa verið að gera seinustu ár ?

Davíð talar um að kostnaður við inngöngu í ESB sé uppá marga milljarða á ári. Ég held að hann ætti aðeins að skoða bara hvað það kosti að halda uppí sjálstæðum gjaldmiðli á 270þús manna skeri hérna norður í rassgati.

Meirihlutinn af þeirri framþróun sem hefur átt sér stað á íslandi seinstu ár hefur átt sér stað útaf EES samningnum. Það væri enþá barnalegri hlutabrefamarkaður hérna á íslandi, og við værum örugglega enþá að fara með hangikjöt til útlanda til að fá gjaldeyri hefðum við ekki gengið inní EES.

Þær þjóðir sem við viljum líkjast í Evrópu eru í ESB, og fleiri á leiðinni þangað inn. Þetta hik á íslendingum vegna hræðsluáróðurs með einhverjum smáatriðum sem er ekki einusinni búið að reyna á að láta semja um er alveg fáranlegt.