Vöknum. Burt með flokkaerjur og gæluverkefni


Það verður að tryggja að fiskimiðin(maturinn okkar) verði eign þjóðarinnar aftur , en ekki einhverjir pókerskiptimynt hjá kvótakóngum.

Hér ferðast menn ennþá á þyrlum til og frá vinnu og eiga skömm fyrir það .

Hér verður að koma öllum lánum inn í íbúðarlánasjóð og tryggja það að fólk borgi nokkrun veginn sömu upphæð næstu árin og helst alltaf svo bölvaða verðtryggingin éti ekki allt upp eða setji fólk á hausinn.

Og hér verður að tryggja jöfnuð , jafnvel fara öfgafullar leiðir til að ná í peninga frá þeim sem eiga mjög mikið af þeim t.d með hátekjuskatti og auðvitað eiga þeir sem eiga mikið af peningum í banka að borga miklu meiri fjármagnstekjuskatt. Pétur Blöndal verður bara að kyngja því að nú eru aðrir tímar.

Hér verður að jafna út allt kerfið og jafna út kjör allra . Það er nauðsynlegt svo við höldum lífi. Það má ekki vernda fjármagnseigendur algerlega. Við höfum bara ekki efni á því, enda eru það þeir sem hafa komið okkur á kaldan klakann.

Það er hrópandi óréttlæti að verðtryggja íbúðarláninn svo fjármagnseigendur sleppi. Það er lúxus sem er liðinn tíð amk í bili.

Hér verða allir að taka skellinn. Enda fær bankakerfið eða íbúðarlánasjóður ekkert inn í kassann ef fólk hættir að borga , hvort sem það eru erlendu lánin eða verðtryggðu lánin.

Það verður líka að sýna auðmönnum miklu meiri hörku og gera þeim grein fyrir að þetta snekkju og einkaþotuævintýri er liðinn tíð í bili. Það verður að taka af þeim eignir og ráðstafa þeim svo hægt sé að bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Engin fótboltafélög eða lúxus næstu árin eða áratugina.

Ekkert er betra nú á tímum en að gera Ísland eins lítið stéttarskipt og hægt er . Og flokksræði verður vonandi liðinn tíð. Hér þarf raunverulegt lýðræði.

Það dugar ekkert að senda gamalt fólk hingað og þangað eins og í einhverjum gripaflutningum . það er til skammar .

Stöndum vörð um fiskimiðin, við þurfum að hita húsin okkar og við verðum að geta búið í þeim . Það er nauðsynlegt að endurskoða verðtrygginguna áður en allt fer í kaldakol. Þeir sem eiga mikla peninga verða bara að sjá eftir þeim í nýtt Ísland . Nýtt Ísland með meiri jöfnuð , minni græðgi og litla stéttaskiptingu.

Einkenni góðs gjaldmiðils er traust . Hefur krónan traust á alþjóðavettvangi . Nei. Mun hún hafa traust í framtíðinni . Líklegast Nei. Getum við tekið áhættuna um að kannski muni hún einhverntíman öðlast traust . Nei. Við höfum ekki tíma til þess.
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust