Jæja, núna hefur örlítið brot Íslendinga sýnt það. Að það eru til hryðjuverkamenn á íslandi. Það vita sennilega flestir hvað ég er að vísa í. Það fólk verður að átta sig á að það er STÓR munur á friðsamlegum mótmælum og svo SKEMMDARVERKUM á eigum Hótel borgar, og rásar 2 sem hafa EKKERT með ríkistjórnina að gera.

Það að eyðileggja búnað upp á miljónir króna hjá stöð 2 til að stöðva útsendingu er ekkert nema hryðjuverk í raun. Ég held að mótmælendur eigi nánast enga virðingu eftir hjá hugsandi fólki. Telur fólk sig virkilega vera mótmæla fyrir höfuð þjóðarinnar með þessu?

Hvað með rétt þjóðarinnar til að heyra hvað ráðamennirnir hafa að segja. Mótmælendur hafa veinað og kvartað yfir því að fá ekki nein svör og svo þegar svörin eru mögulega Í BOÐI þá koma þeir í veg fyrir útsendingu. Halló er engin með neinu viti í þessum mótmælum ?

Þetta virðast allt vera einhverjir “anarkistar” sem setja sig á háan stall eða vitleysingar sem vita ekki einu sinni hverju þeir eru að mótmæla. Þetta er myndin sem vaknar af svona mótmælum sem eru í raun ekkert nema hryðjuverk. Svo er fólk að kvarta að það sé meisað þegar það er að SKEMMA hluti. Er fólk alveg búið að missa alla rökhugsun?

Afhverju voru mótmælendur við þinghúsið um daginn ekki á borgarstjórnarfundinum þar sem MÁLEFNIN fara fram. Í staðin fyrir að hrinda alþingisvörðum á miðstöðvarofna og láta eins og fávitar.

Það er lítill hópur af fólki sem lætur eins og bavíanar og eru gersamlega að eyðileggja mótmæli hérna á Íslandi. Það hefst ekkert nema óvild í garð mótmælanda og færri mæta ef ætlunin er að framkvæma einhver hryðjuverk.

Mótmælendur vilja að ráðamenn taki ábyrgð á sínum skemmdarverkum en þeir geta ekki einu sinni tekið ábyrgð á EIGIN skemmdarverkum. Þið eruð EKKERT skárri sem eyðileggið og þykist á sama tíma vera mótmæla “skemmdarverkum” ráðamanna.

Þetta er sú mynd sem fólk fær af ykkur sem þykist tala fyrir hönd þjóðarinnar með skemmdarverkum og fávitaskap. Lítið í eigin barm og prófið að mæta á fundi þar sem mótmælin snúast ekki um að skemma fyrir öðrum.

Takk fyrir mig og please discuss.