Skammtímahagfræði byggist á skjótfengnum gróða líkt og byggt er inn í fiskveiðistjórnunarkerfið íslenska, þar sem nokkur nógu STÓR skip telja fiskiveiðflota í heild og hagkvæmnin felst í stærð skipa og fyrirtækja, burtséð frá langtímaafleiðingum þess hins sama Sama hagfræðilögmál er einnig gildandi í landbúnaði þar sem talið er hagkvæmt að framleiða matvæli í verksmiðjum, með vélmennum, á smáskikum lands, þar sem ausið er tilbúnum áburði til þess að viðhalda nauðsynlegri fóðurframleiðslu í verksmiðjunni.

Í báðum þessum kerfum hefur fé almennings verið notað til þess að kaupa upp atvinnuréttindi hinna smærri, m.a. með Þróunarsjóði sjávarútvegsins sem og samningi Bændasmtakanna um borgun til bænda til að hætta búskap.

Réttlætingu þessarar aðferðafræði til lengri tíma litið á ég enn eftir að sjá, því ekki aðeins hefur það komið í ljós að fiskistofnar minnka heldur einnig er almenningur ekki svo ginnkeyptur lengur fyrir neyslu á verksmiðjuframleiddum matvælum, þar sem m.a kúariðufárið í Evrópu var talið orksök slíkra hátta.

Stefna atvinnuveganna íslensku hefur ekki skapað þjóðhagslega hagkvæmni með nokkru móti heldur óþarfa byggðaröskun sem ekki hefði þurft að eiga sér stað ef, einhverja raunverulega vitundarhyggju um sjálfbæra þróun hefði mátt finna í úrræðum ráðamanna s.s. að skipta atvinnukerfum í tvennt.

Annars vegar núverandi fyrirkomulag en hins vegar landbúnað og sjávarútveg er liti algjörlega skilyrðum sjálfbærar þróunar sem hvarvetna annars staðar en á Íslandi er metin til stórkostlegrar framtíðarhagkvæmni þjóða allra.

Einungis landnýting og skipting starfa, sem og verndun hluta hafsins, varðandi veiðarfæranotkun, ætti fyrir löngu að hafa getað verið ljós þeim svokölluðum “ umhverfisverndarsinnum ” sem hafa haldið sig uppi á hálendinu hingað til og mótmælt vatnsaflsvirkjunum hér á landi sem er ótrúlegt vitundarleysi
í raunverulegri umhverfisverndun.

Að maðurinn geti lifað af landinu og þess gæðum án þess að taka of mikið af því, heldur gefa í jöfnu hlutfalli er það sem kallast sjálfbær þróun.
Ef maðurinn tekur of mikið t.d eyðileggur lífríki fiskjar í sjó er ekki svo víst að það verði aftur tekið nema í per áratugum, rétt eins og einhver eyðir um efni fram.
Ef einn bóndi framleiðir sama magn mjólkur ólífrænt meðan tíu aðrir gætu framleitt sama magn með mun minni áburðarnotkun á tún gefur það augaleið að framleiðsla fleiri þýðir minna álag á lífkeðjuna og þar með hollari afurðir, sem og nýtingu lands og skiptingu starfa, og not á öllu því húsnæði sem byggt hefur verið upp út um allt land í formi heilsugæslu og skólamannvirkja,
hafnargerðar, jarðgangna og annara þeirra þjónustuþátta er miðast hafa við
byggð í landinu öllu, en ekki hluta þess.

Þjóðhagsleg hagkvæmni þess að stjórnmálamenn eygi sýn á það að uppstökkun atvinnuvegakerfa vorra er nauðsyn, er augljós að mínu mati, með tilliti til framtíðarmöguleika okkar til þess að lifa hér á landi.

kveðja.
gmaria.