Nei þau vinna ekki nótt sem nýtan dag . Flott útkoman til að bjarga heimilunum ef að óðaverðbólga skellur á …Eða þannig.. Einhver jöfnunarvísitala sem dregur örlítið úr hamagangi verðbólgunnar á verðtryggðu lánin.
Eitthvað sem engin ætti að geta sætt sig við.

Gefum okkur að verðbólgan fari í 50 prósent eða 75 prósent eins og einhverjir spá. Þá eru ansi margir illa staddir og þetta útspil, sem er í rauninni ekkert útspil. Gerir ekki neitt fyrir Íslenska íbúðareigendur með verðtryggð lán.

Eina sem þetta útspil gerir , það er að það gerir Jóhönnu Sigurðardóttir að kjána. Hennar tími er kominn , svo sannarlega . Hennar tími er líka farinn. Hennar tími kemur aldrei aftur , ef ekkert meira kemur frá henni og hennar ráðuneyti.

Ingibjörg og hennar sjúklegi áhugi á öryggisráðinu , gerði það að verkum að hún fær aldrei mitt atkvæði. Þvílíkur peningasóari og þvílíkur dómgreindarskortur að halda það , að við eigum eitthvað erindi þangað . Við erum ekki Bandaríkin, Við erum ekki Frakkland eða Þýskaland. Við erum HERLAUS 320ÞÚSUND MANNA ÞJÓÐ. HALLÓ…., VAKNA .!!

við vorum reyndar vakinn. Við sjáum hvað stórþjóðir geta gert við litlar þjóðir . Litlar þjóðir mega síns lítils . Sérstaklega á ófriðartímum. En vonandi er mesti stormurinn genginn yfir .

Geir hefur svo mikla ofurtrú á kapitalismanum að það hálfa væri nóg . Það mikla trú að ekkert eftirlit var haft með útrásarvíkingunum. Engin reyndi að stöðva græðgina . Kapitalismanum var treyst . Þeir sem trúa á hlutabréf og gengishagnað voru álitnir æðri manneskjur . Og Forseti Íslands er þar engin undantekning.

“manngildi ofar auðgildi ” Þessi setning lætur lítið fyrir sér fara og virðast fáir íslendingar fara eftir henni . En við ættum að samt að segja : Manngildi ofar auðgildi í stað : Auðgildi ofar manngildi . Alveg sama hvort maður sé til hægri eða vinstri.
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust