Þeir sem stjórna landinu með harðri hendi og miklum fasisma eru nokkrir menn sem fela sig í röðum sjálfstæðismanna. Því það er gott að fela sig í þeirra röðum , því sjálfstæðismenn eru upp til hópa einfaldar og trúgjarnar sálir sem halda langflestir að þeir hafi einhver völd með því að gegna einhverjum embættum eða bara vera í flokknum.

Sumir halda meira að segja að þeir séu einhvað hærra settir í þjóðfélaginu bara með því einfaldlega að kjósa sjálfstæðisflokkinn.

Sjáið bara Árna Matt . Er hann fjármálaráðherra vegna þess að hann er svo sprenglærður í fjármálum. Nei það er vegna þess að hann er JÁ maður í hæðsta gæðaflokki og myndi vaða eld og brennistein í blindni fyrir Sjálfstæðiselítuna. Hann er strengjabrúða , rétt eins og George W Bush er.

. Á árum áður var maður svo vitlaus að maður kaus þessa menn til valda, Það þótti svo fínt og allir aðrir voru bara vælandi kommar sem höfðu ekki hundsvit á þjóðmálunum eða kunnu ekki með peninga að fara . Hver er það sem kann ekki að fara með peninga ? Hverjir eru það sem hafa ekki hundsvit á því hvernig á að stjórna 320000 manna samfélagi . Það er sjálfstæðisflokkurinn.

Allt þetta tal um vælandi komma og að sjálfstæðis flokkurinn sé einn sem kann að stjórna , er nátturulega bara PROPAGANDA sem hefur viðgengist hjá þessari þjóð í tugi ára. Og við tökum flest þátt , því alltaf skal þessi flokkur fá góða kosningu .
Vonandi er það búið .

Ég bið Íslendinga um að kjósa þá ekki . Losa sig úr viðjum vanans og treysta öðrum til að stjórna . Treysta þeim sem hafa manngildi ofar auðgildi. Þarf að biðja um meira ?
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust