Að undanförnu nýliðnu smákóngatímabili lífsgæðakapphlaups voru stjórnmálamenn sko ekki á eftir almenningi og hækkuðu bæði laun sín og eftirlaun Svo að laun stjórnmálamanna eru alltof há.

Persónulega finnst mér að laun þingmanna og ráðherra eigi ekki að vera mikið hærri en atvinnuleysisbætur(sem mættu alveg vera aðeins hærri) þar sem hvortveggja ætti eingöngu að vera rétt aðeins betur en nóg til að komast af. Hin raunverulegu laun stjórmálamanna eiga frekar að vera í formi þeirrar vellíðunar sem hlýst af því að gera samfélaginu og öllu því fólki sem í því býr gott.

Þau Rök sem sem segja að laun ráðamanna ber að vera góð til að fá gott fólk á þing falla því í eiginlega um sjálf sig. Því það fólk sem við ættum að hafa á þingi er það fólk sem vill gera sem best fyrir samfélagið en ekki eigið rassgat, því ættu launinn að vera aukaatriði. Einhvað sem núverandi laun og eftirlaun eru ekki alveg í samræmi við en bjóða okkur í staðinn upp á spillta stjórn eins og nú situr sem hugsar fyrst og fremst um eigin hagsmuni og hvernig þeir geti komist aftur á þing með svona líka ljómandi háum bótum. Þetta er ekkert öðruvísi en með börnin rétt eins því ekki förum við að spilla þeim með því að gefa þeim of mikið eftir.

Þessvegna skora ég á núverandi ríkistjórn að taka sér meðal-atvinnuleysisbætur fyrir laun eða segja af sér og hleypa því góða fólki að sem vill fyrst og fremst gera gott fyrir samfélagið en ekki aftur endann á sjálfu sér.
Nei bara pæling.