Síðan að 11.september markaði nýtt tímabil í sögu mannkyns hefur maður oft heyrt upphrópanir á borð við þessar: “Við verður að slíta öllu sambandi við þessi lönd!”, “Setjum bara viðskiptabönn á þetta lið” og jafnvel frá hinum alhörðustu afturhaldseggjum hefur maður fengið að heyra hluti eins og: “Við ættum bara að slíta öllu sambandi við önnur ríki og hafna öllum ríkjasamböndum”.
Ég held að ég fái nú ekki háa einkunn frá fólki sem telur að best sé að líta undan þegar að eitthvað miður fer. Ég er algjörlega á annari skoðun, besta leiðin til að berjast gegn neikvæðri umfjöllun og fordómum er með auknum samskiptum milli landa og aukinni fræðslu á ólíkri menningu. Heldur einhver virkilega að Saddam Hussein eða Osama bin Laden svelti í hel og fái ekki lyfin sín ef að þeim er bannað að versla við ríki eða ríkjasambönd? Nei, þeir sem að ekki fá mat og rétt lyf eru lítil veik börn. Og ef að orustuflugvélar eru sendar inn í stórborg og hverfið þar sem útvarpshúsið er staðsett sprengt, kemur það niður á ráðamönnum landsinns? Svarið er aftur nei, óbreittir borgarar eiga eftir að finna mest fyrir þessum sprengingum.
Og til að koma í veg fyrir miskilning þá þykir mér Saddam Hussein og hans líkar vera hin mestu fúlmenni. En hvað hafa börnin í Írak gert til að lifa við sult og vosbúð? Eiga þau að gjalda fyrir það að harðstjóri skuli stjórna landinu þeirra.
Ég tel að Íslendingar ættu fyrstir þjóða að taka skref í rétta átt og hafna því að óbreittir borgarar þurfi að gjalda fyrir gjörðir stjórnvalda í löndum sínum. Sameinuðu Þjóðirnar voru stofnaðar með það að leiðarljósi að vernda hagsmuni allra og framfylgja mannréttindum sama hver á í hlut. Við eigum að treysta á mátt samstöðu alþjóðasamfélagsinns en ekki mátt hernaðar og hefndaraðgerða. Það sér hver heilvita maður að þú vinnur aldrei á ofbeldi með meira ofbeldi, rétt eins og þú bræðir ekki ís með kulda. Ef að við eins og Mustafa Barghouthi tökum okkur fyrir myndir eins og Martin Luther King og Mahatma Gandhi. Þeir börðust gegn óréttlætinu með friði en ekki meira óréttlæti. Ef við förum að þeirra fordæmi ættum við að geta náð mun meiri árangri heldur en áður hefur sést í heiminum. Ef að tvær fylkingar stríða ber okkur að fara inn í þær deilur með það að leiðarljósi að friður sé eina vopnið okkar í þessari baráttu. Með friðinn að vopni og í góðu sambandi við umheiminn náum við eins langt og við viljum í því að stilla til friðar á ófriðarstöðum.

Lifið heil,

LárusH