Um World Economical Forum í New York þann 31. jan Þann 31. janúar 2002 verður haldinn eins konar umræðurvettvangur fyrir svokallaða leiðtoga viðskipta í heiminum. Haldnir verða fjölmargir fundir og munu herlegheitin standa yfir í 5 daga, eða til 4. febrúar. Rétt er að skoða sögu þessarar umræðuvettvangs lítillega.

Árið 1971 var stofnað “European Management Forum” og stóðu að stofnuninni fjölmargir hagsmunaaðilar í Evrópu, talsmenn stórra fyrirtækja með ráðandi markaðsaðild, hver á sínu sviði. Hér gátu hagsmunaaðilar talað saman og ákveðið framtíð viðskipta í heiminum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vælandi verkalýðsforingjum, mannréttindafrömuðum, umhverfisverndarsinnum né öðrum slíkum ólátabelgum.

Þessi umræðuvettvangur skipti svo um nafn árið 1987 og fór að “stefna á alþjóðlegan markað” og varð hvorki meira né minna en “World Economical Forum”. Fundir voru haldnir árlega í bænum Davos í Sviss, en nú hefur verið ákveðið að flytja fundarstaðinn til New York, nánar tiltekið í Waldorf-Astoria.

Fulltrúar frá fyrirtækjum eins og American Airlines, Boeing, Cisco Systems, Coca Cola, Compaq, IBM, Merill Lynch, PepsiCo og Microsoft verða í New York að ræða framtíð vesturlanda án þess að hinn almenni neytandi fái nokkru um það ráðið. “The foremost global partnership of business, political, intellectual and other leaders of society committed to improving the state of the world” er eins konar slagorð þeirra en margir efast reyndar um hlutleysi þessara fyrirtækja enda beinlínis hagsmunir þeirra að veði.

Þessir efasemdarmenn halda því fram að þessi stofnun sé toppurinn á valdapíramída alþjóðakapítalismans og hér séu á ferð klíkuskapur stærstra fyrirtækja heims og að þessir “leiðtogar” séu að ákveða stefnur ríkisstjórna í þeim málum er snúa að fyrirtækjum, s.s. orkumál, skattamál, réttindamál, lýðræðismál og umhvefismál, svo dæmi séu nefnd. Það skal tekið fram að áðurnefndir efasemdarmenn sjá sér engan sérstakan hag í því að gagnrýna fundarhöldin, nema ef vera skylda almannahag.

Ljóst er að þúsundir manna, frá fjölmörgum löndum, munu mótmæla þessum fundum og e.t.v. alveg sérstaklega afleiðngarnar sem þeir munu hafa á ríkisstjórnir vesturlanda.

Iluvata