Ég horfði á kastljós í gær þar sem Björn Bjarnason borgarstjóraframbjóðandi sat fyrir svörum. En það vakti furðu mína að þáttastjórnendur voru ekki þeir sömu og þeir sem yfirleitt sjá um þennan ágæta þátt. Í stað þeirra var komin Elín Hirzt sjálfstæðiskona og einhver annar sjaldséður fréttamaður (ef hann sér ekki um íþróttaefnið). Þetta var versta fréttamennska sem ég hef séð. Björn var þarna leiddur í gegnum spurningarnar og spyrjendur, sem eiga nú að vera nokkuð hlutlausir, lýstu t.d. yfir að Sjálfstæðisflokkurinn væri NÚ orðinn svo málefnalegur í borginni að flestir borgarbúar vildu byggja íbúðarbyggð á Geldingarnesi eins og Björn o.s.frv. o.s.frv. Björn þurfti ekkert að svara fyrir sig bara lauflétt auglýsing fyrir flokkinn.

Er þetta kannski gott dæmi um valdníðslu Sjálfstæðisflokksins? Venjulegir þáttastjórnendur sendir heim svo þeir klúðri ekki fyrir frambjóðanda bláingja á bláskjá?