Það kom fram á forsíðu Mbl. í dag ( úr Jyllands Posten ) að danskir lögfræðingar hafa látið í ljósi áhyggjur sínar yfir lagasmíð þingmanna, sem þeir telja “ hroðvirkni ” og segjast geta nefnt mörg dæmi um lög sem eru svo illa úr garði gerð að næstum óframkvæmanlegt sé að fylgja þeim eftir.

Þeir telja þetta vera vegna þess að þingmenn gefi sér ekki nægilegan tíma. Lögfræðingur einn vill að þingmönnum verði gert skylt að sitja námskeið í lagasiðfræði.
Lagasérfæðingar þar í landi eru sammála um að lög fái minni umræðu nú en var á árum áður.

Gæti verið að við Íslendingar ættum við einhvern álíka vanda á etja ?

Við eigum nú t.d. ÁTTA ALDA gömul lög í gildi, þar sem Jónsbók er, og lög og aftur lög í gildi um hitt og þetta sem sett voru um hinar og þessar sértæku aðgerðir hvers tíma, sem á stundum togast á og eru að virðist aðeins verkefni fyrir lögræðinga, sem eru jú margir á Íslandi hlutfallslega.
Fullt af lögum mætti taka úr gildi að mínu viti, og ekki þarf mikið að blaða í lagasafninu íslenska til þess að sjá það.

Sjávarútvegslöggjöfin í heild er til dæmis eitt dæmi um
lög á lög ofan þar sem setning eins og finna má í 1 kafla 1 gr. Laga um stjórn fiskveiða, nr 38. 1990,

þar sem segir

“ Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar, Markmið laga þessarra er að stuðla að verndum og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum ”

Laganna hljóðan EN hver er reyndin í framkvæmd sinni ?

Hvað finnst ykkur ?

með góðri kveðju.
gmaria.