Ljótur leikur hjá Framsókn Ég hef verið að fylgjast með þessum skrípaleik sem er í gangi í ráðhúsi Reykjavíkur..allir að laumast með öllum til að fá sem besta bitann af kökunni. Svo virðist sem besti bitinn hafi legið hjá sjálfstæðisflokknum. Það sem ég hef séð af framferði Framsóknar síðan þeir urðu af ríkistjórnarsamstarfi er algjör græðgi.
Ég sé ekki betur en að miðað við hvað gengur hefur á hjá grænu frökkunum og bláu jökkunum að þeir eiga eftir að bíða hnekki í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þetta áframhald skaðar þessa tvo flokka óumflýjanlega.

Einhver sagði við mig að eftir þetta framferði hjá Framsókn eigi þeir enga von í næstu kosningum, og hvort þeir muni ekki bara deyja út á næstkomandi árum.
Er það óneitanlegur sannleikur?


Nú kemur tíð vinstrisinna aftur í Reykjavík þó ekki með endurlífgun R-listans. Nú er Samfylkinginn orðin svo stór “player” að þeir hafa ekki áhuga á að bjóða sig með hinum minnihlutanum undir einu nafni eins og R-listinn. Þeir bíða í ofvæni að fá að taka við völdum með Tjarnakvartetnum. Ég hefði viljað að það væri boðið til kosinga undir eins.. en það skortir víst lagaheimild til þess.


Kannski ætti að leyfa kosningar þegar samstarf hefur sprungið 2 eða 3.
Samkvæmt könnunn gallup var 30% af borginni að styðja samstarf Ólafs F. Og Sjálfstæðisflokksins. Það er hlægilegt að meðaltali að 3 persónur af hverjum 10 í borginni skuli styðja samstarfið. Það kalla ég óstarfhæfan meirihluta.


Og nú þegar grænu frakkarnir (xB) og bláu jakkarnir (xD) hafa tekið upp samstarf aftur, báðir með orðstírin sinn ataðann útí blóði eftir hnífstungur í bakið, soðna putta eftir gufuna og hitan af REI málinu og drullugar hendur vegna þess að þeir gátu ekki ákveðið hvar þeir ættu að grafa í Vatnsmýrinni. Eitt get ég sagt þó.. mér líst vel á Hönnu Birnu sem borgarstjóra, þó ég sé alls ekki á Sjálfstæðisflokknum.

Hver er ykkar skoðun á Framsókn… haldiði að hann sé að fara að gefa upp öndina?
Ég sé ekki betur en að það sé ekki sterkt bakland hjá þeim meðal yngri kynslóðarinnar.
Er Framsókn ekki bara barn síns tíma?

Íslenska þjóðarsálin hefur tekið stórtækum breytingum síðastliðin 50.ár og Framsókn kannski staðnað að vissu leyti.