Ég hlýddi á röksemdir læknisins Ólafs Magnússonar fyrir brotthvarfi frá sínum gamla flokki í Kastljósi, í kvöld, og ég get ekki annað en tekið undir hans sjónarmið þess efnis að manngildissjónarmiðin í íslenskum samfélagi eru vandfundin nú til dags nákvæmlega sama hvort um ríki eða borg er að ræða.
Þótt ég sé Ólafi ekki sammála hvað varðar umhverfisverndarsjónarmið að hluta til þá tek ég ofan hattinn fyrir honum að standa við sína sannfæringu og sínar hugsjónir og segja skilið við þann flokk sem ekki getur lengur tekið málefnalega á slíku.

Láglaunastéttir þessa lands eru ekki aðeins skattpíndar heldur er
vegið að kjörum og aðbúnaði sjúkra og aldraðra, meðan einhver
sjálfsskipuð auðmannastétt, sem tilkominn er vegna atvinnuskilyrða stjórnvalda, leikur sér með þjóðararð í Matadorleik sem bæði ríki og borg taka þátt í á hlutabréfamarkaði og felst í því að kvótasetja atvinnuvegi og takmarka aðgang að atvinnutækifærum, sem og að “ einkavæða ” og reyna að selja almenningi hlutabréf í fyrirtæki sem sá hinn sami Á eins og í Landsímanum, og orkufyrirtækjum þar sem markaðsvæðing og samkeppni hefur ekki farið framhjá hinum almenna notanda í formi uppsetts verðs á útseldri þjónustu, þar sem ríkið hirðir 24,5 prósent af öllu í virðisaukaskatt til viðbótar að nota fé hins almenna skattgreiðanda
til að halda fyrirtækjum þessum gangandi.

Tilraunir hinna sömu stjórnvalda til þess að telja almenningi trú um það að kerfi hverju nafni sem þau nefnast s.s. heilbrigðis, félags eða húsnæðiskerfi , svo og kvótakerfi sjávarútvegs eða landbúnaðar, þjóni þörfum þorra manna er einfaldlega rangfærsla
því þessi hin sömu kerfi öll sem eitt einnig félags og heilbrigðiskerfi þjóna ekki þörfum alls almennings nema að hluta til miðað við þær skattgreiðslur sem viðkomandi hafa innt af hendi
til þess arna, gegnum tíð og tíma.

Heilbrigðiskerfið er illa rekið og svo hefur verið um áratuga skeið, þar ekki dugar að mest allar skattgreiðslur þeirra er greiða skatta í þessu landi fari í það kerfi, heldur er nú innheimt viðbótargjald í þjónustu þessa af hinum sömu skattgreiðendum nú sem síeykst.
Árangursmælikvarðar eru engir í þessu kerfi enn sem komið er og endurskoðun innra eftirlits er mestmegnis á hendi þess er stendur skil á þjónustunni, þ.e. ríkinu.

Félagslegt húsnæðiskerfi er ekki lengur til í raun, og fólki gert að kvabba á vinum og vandmönnum með lánsloforðum til handa bönkum og sparisjóðum varðandi kaup á húsnæði, en þeim er hafa tekjur og vinna og borga skatta er vísað á okurleigumarkað húsnæðis, vegna of hárra tekna og þurfa að vera tekjulausir að virðist og hafa sagt sig á bæinn áður en félagsleg aðstoð húsnæðislega kemur til greina.

Þetta kerfi lýtur litlu sem engu aðhaldi.

Kerfi aðalatvinnuvega þjóðarinnar hefur verið fært auðmönnum á silfurfati í formi þess að þeir sem áttu mest við kvótasetningu í formi stærðar skipa eða bústofns, fengu fastsettan kvóta til þess að vera áfram þeir stærstu á kostnað þess að hinir skyldu bara hætta, sem t.d. skattgreiðendur hafa verið látnir borga fyrir,
með úreldingu glænýrra smábáta í sjávarútvegi og borgun til smábænda til þess að leggja upp laupana svo hinir stóru gætu
komist yfir ónýtt land.

Stórbændur fara sínu fram og hóta skattgreiðendum málshöfðun fyrir það að þurfa að una lýðræði þess að vilji er ekki fyrir hendi að flytja inn stórkýr svo dæmi sé tekið.

Útgerðarmenn hóta fréttamönnum málssókn fyrir að segja sannleikann um þeirra aðferðafræði við verðmætasköpun sem er sóun verðmæta úr sæ og neita að horfast í augu við það að stórveiðiskip eru ekki náttúruvæn og munu aldrei verða fremur en stórar dráttarvélar í landbúnaði.

Hvaða boðskap er verið að bera börnum okkar inn í framtíð ?

Eiga þau að standa í stöðugum deilum og erjum um sín mannréttindi
fyrir dómstólum, þar sem skammtíma frumskógarlögmál peninga og veraldlegra gæða
lýtur hærra mati en almenn mannleg skynsemi og fyrirhyggja
fyrir komandi kynslóðum og flokkar fólk til gæða eftir fjármagnseign ?

þætti fróðlegt að heyra ykkar álit.

kveðja.
gmaria.