Núna veit ég ekkert hvert ég á að senda inn þessa grein en ég vona að fólk brjálist ekki þótt ég hluti hana sem stjórnmál :).

Heyrðu já mér langaði að fá að tjá mig um núverandi fræðslu fólks um réttindi sín á vinnumarkaði. En endilega komið með comment eða leiðréttingar á málinu þar sem ég er enginn sérfræðingur og sjálfur opin fyrir öllum rökræðum.

En já það sem mér finnst koma í ljós eftir að maður er búinn að þurfa að strita á vinnumarkaði á íslandi að það er að verkalýðsfélögin eru kannski ekki með eins sterkan stuðning og maður myndi vilja. Þá meina ég að auðvitað eru þeir að reyna koma með reglur og réttindi fyrir okkur en ég er ekki viss að sá boðskapur sé að komast til okkar á sem besta máta.

Áður en ég útskýri frekar þá vil ég benda á að ég er ekki að gagnrýna sjálf verkalýðsfélögin þó að sökin er örugglega að einhverju leiti hjá þeim en ég er aðalega að gagnrýna fyrirkomulagið í forgangsröðinni í landinu og uppbyggingu þess. Til að ná að útskýra þá vil ég koma með dæmi “Það er bleyta á gólfinu og þá er sett upp merking sem útskýrir að það sé hætta á ferðum og að fara þarf með vargá en ég vil meina að merkingin er ekki á nógu góðum stað til að koma sínum skilaboðum áleiðis” En það er já ástandið sem að mér finnst vera í dag að þótt réttindin manns eru semsagt tilstaðar þá er ekki upplíst manni um það á nógu skíran máta.

Ég veit til dæmis að það er gefið út fréttablöð frá verkalýðsblöðunum sem fer framhjá ákveðnum aldurshópi eða nær ekki beint til hans. Þá mundi ég miklu frekar að þetta mundi koma inní skólakerfi hjá krökkum þannig að það mundi byrja sem fyrst að kenna fólki að leita sér sína réttinda og hvernig það er gert og svo framvegis. Þetta mundi ná til margra sem eins og ég fengu ekki alveg bestu fræðslu á þessum efnum þangað til að ég fór sjálfur að leita mér upplýsingar.

Og hvernig þetta er í flestum fyrirtækjum að ef maður spyr yfirleitt einhvers þá er það síðasta sem þeir vilja er að maður fari og spyrji um málið hjá sýnum verkalýðsfélagi. Þetta er gert líka of auðvelt og finnist mér sniðugra að koma með skír lög um það að fyrirtæki eiga að auglýsa réttundum starfsmanna einhverstaðar á vinnustað og að þeir eigi að benda á hvert þau mundi til dæmis hringja með ákveðnum plakötum eða einhverskonar auglýsingum.

En ekki að þetta er sett í hendur yfirmannanna og vona að þeir eru með góða samviskukennd. Til dæmis að hafa það þannig að ef fyrirtæki eru með svo og svo marga starfsmenn að þá mundi ríkið borga starfsmanni sem mundi vera í því fyrirtæki og bera þá starfsmönnum sínum réttindum fyrir þeim.

En ég geri með grein fyrir því að þetta sé kannski ekki besta eða raunsæjasta hugmyndin enda hef ég ekki svar við þessu og vil því endilega að umræða komi um þetta hvernig hægt væri að bæta þetta. Það sem ég vill þá er að ríkið taki meiri þátt en ég veit að þeir styrkja verkalýðsfélaugin með peningum en meira mæti gera með að gefa þeim meiri vald held ég. Eins og með samkeppnisstofnun tildæmis. Endilega komið með einhverja hugmyndir eða gagnrýni á þetta :)

Haukur Gaugu