Minn helsti draumur er að Vinstri-grænir viðurkenni einkavæðinguna og styðji einkavæðingu undir þeirra forystu en greiði geggn henni í stjórnarandstöðu(sennilega). Hér mun ég skýra út afhverju.

Einkaðvæðingunni fylgja kostir og í raun engir gallar, nema þá hvort einkavæðingin er í formi “einka” og þá bara áttu það allveg eða þá í formi “rekstrar” en þá yrðu lögjafir strangari og þannig myndi það skylgreinast þannig að þú átt ekki hlutinn heldur hefur eign yfir rekstrinum. Sem dæmi mætti nefna að þó að þú ættir skóla geturu ekki bannað viðkomandi einstaklingi að vera á lóðinni. Ég held hins vegar að ástæða fyrir því að Vinstri-grænir séu tregir við að viðurkenna allveg einkavæðingu er sú að þeir séu hræddir um að komast ekki í ríkistjórn og þá munu hægri öflin vaða yfir ákveðna stétt þjóðfélagsins. Þetta tel ég vera rangt. Einmitt þveröfugt mun þetta tryggja að þeir geti ekki vaðið yfir fólk. Þannig ættu þeir að styðja einkavæðinguna undir ákveðnum eigin forsendum og þá í stjórnarandstöðu að benda á hvað mætti betur fara og greiða sennilega geggn henni. Það gæti skeð mjög tímabundið að ákveðin hópur samfélagsins sé lagður í einelti en það er hvort sem er að gerast og börn sumra hægrimanna yrðu sum svo brjáluð að sveifla til vinstri mun myndast(það er einfaldlega ekki öllum ættlað að verða læknar,lögfræðingar eða eitthvað annað hámentaðara). Þetta mun leiða til þess að hægt yrði að koma á þeim lögum að sá flokkur sem græðir mest fylgi í kosningum hafi stjórnarmyndunarumboð svo fremur sem að sá flokkur græði einu meira þingsæti en annar flokkur(og getur myndað tveggja flokka stjórn), annars heldur sami flokkur og úr síðustu kosningum þeim rétti. Þetta mun halda stórninni á tánum! Stjórnmálin hætta að snúast að mestu leiti um einkavæðingu og fara frekar að snúast um lög og hvernig peningunum er varið. Meiru verður áorkað á alþingi og kanski engin ástæða til þess að fara í málþóf. Vinstri-grænir ég held þið hafið engra kosta völ. Hér ríkir einhverskonar blanda af lýðræði og lýðveldi. Hverjir eru í stjórn hverju sinni er stýrt. Þessi ríkistjórn sem nú er við völd var skipulögð fyrir löngu síðan. Framsókn var bolað burt þannig að þið grædduð en Sjálfstæðisflokkurinn fór einfaldlega með samfylkingunni í ríkistjórn. Fylgið var einfaldlega fært frá framsókn yfir á ykkur til þess að Sjálfstæðisflokkurinn yrði enn við völd. Sjálfstæðisflokkurinn ættlar svo með ykkur í stjórn þegar hann er búinn að einkavæða allt sem hann vill einkavæða.

Hvað á að einkavæða? Ekki eitthvað áþreifanlegt allavegana að mínu mati. Fyrirtækið er náttúrulega áþreifanlegt en þið hljótið að fatta hvað ég meina. Þið eigið réttinn til að stjórna en fyrirtækið er í raun ekki í ykkar eigu. Það er í lagi að mínu mati að einkavæða orkufyrirtæki svo fremur sem landið sé í eigu ríkisins og úthlutun sé stjórnað þaðan og að lög séu sem koma í veg fyrir að virkjað sé á einkalóð(án útlutunar á virkjanaleifi eða eitthvað í þá áttina), sem að ég tel að eigi ekki að vera í algeri einkaeigu heldur í “rekstrar” formi. Þetta kerfi yrði svo nýja deiluefnið hve mikið á að hamla “einkaeigendum…”! Hægt er svo að kaupa einkaverkefni. Láta einstaklinga, sprotafyrirtæki og/eða fyrirtæki bjóða uppá reikning til ríkisins fyrir ákveðin verkefni en gera það sjálft ef engin fæst til þess. Þetta er nefnilega staðreind. Ef það er tækifæri fyrir einstakling að græða, þá vandar hann sig eins og hann getur til að græða sem mest. Hins vegar mun þetta ferli valda því að meiri peningar fara í verkefni innanlands svo peningarnir eru ekki að yfirgefa landið og þá verður hægt að koma í veg fyrir stækkun heimsmarkaðskerfisins(vísa í grein sem ég gerði fyrir stuttu “Heimsmarkaðskerfið og gróðurhúsaráhrif”). Ísland verður fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir, svo að loks tekst okkur að koma vísindaframförum á hærra stig(mest áhrif erlendis :)).

Mikilvægt tel ég að að allir hafi séns á að gera það sem þeim langar að gera og í raun fari hlutirnir að snúast um að vera góður í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Því þegar allt er á botninn hvolt þá skiptir þetta allt saman jafn miklu máli.

Ég held að það sé komið að umræðum um þetta. Endilega bendið á eitthvað sem mætti betur fara, eða eitthvað sem þið haldið að eyðileggi þetta.

DeathGuard