Sæl

Ef þessi flokkur hérna er skoðaður, þá kemur í ljós að ekki verður þverfótað fyrir greinum um flokk framfarasinna, sem er eftir því sem ég veit best flokkur öfgasinnaðra þjóðernissinna.

Síðast þegar ég vissi átti þessi flokkur ekki fulltrúa á Alþingi og mér sýnist að samkvæmt skoðanakönnunum þá séu meiri líkur á að Flokkur mannsins nái þingmanni, heldur en að þessi flokkur komist á blað.

Ég hef ekkert á móti því að þeir (sá) sem stendur að þessum flokki tjái sig opinberlega, þó mér finnist skoðanir þeirra (hans) miður geðfelldar, en ég tel bara að þetta eigi ekki heima undir flokknum Alþingi. Ef ég skil það rétt ættu greinarnar í þessum flokki að fjalla um þá mál sem eru til umfjöllunar á Alþingi, eða um þá flokka sem eiga fulltrúa þar.

Það að fulltrúar einhverra minnihlutahópa einoki umræðuna á þessum vettvangi með auglýsingum um sinn flokk í tíma og ótíma, verður til þess að þeir sem einhvern áhuga hafa á þeim málefnum sem ættu að vera til umræðu hér, nenna ekki að taka þátt í umræðunni.

Kveðja

Jubii