Þjóðernissinnuðuðum sjónarmiðum úthýst í Morgunblaðinu?
(www.framfarir.net)

Tjáningarfrelsið er eitt af grundvallaratriðum lýðræðisins og er það skylda fjölmiðla í lýðræðislegur þjóðfélagi að sjá til þess að sem flest sjónarmið fái að njóta sín varðandi þau mál sem þau eiga við um. Annað heitir ritskoðun og þekkist alla jafna aðeins í einræðisríkjum. Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, sagði eitt sinn að þegar fjölmiðlar væru frjálsir, og hver maður væri fær um að lesa og skrifa, þá væri allt frjálst.

Það er nú sennilega ekkert nýtt annars í hugum margra að ritskoðun sé í íslenskum fjölmiðlum. Í raun má segja að óháð fjölmiðlun sé tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi, þá einkum í dagblaðageiranum, enda voru flest dagblöð á Íslandi áður fyrr pólitísk málgögn ákveðinna stjórnmálaflokka. Á síðari árum hefur þetta þó breyst til batnaðar og hafa dagblöð, svo og aðrir fjölmiðlar, loksins farið að sinna sínu lýðræðislega hlutverki að vera vettvangur óháðrar fréttamiðlunar og frjálsra skoðanaskipta um þjóðþrifamál þar sem öllum sjónarmiðum er leyft að njóta sín sem mest á jafnréttisgrundvelli.

Á þessu eru þó margir hnökrar í íslenskri fjölmiðlun og hafa eflaust margir rekið sig á það. Ýmis sjónarmið virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá fjölmiðlum og almennt gengur mönnum misvel að koma skoðunum sínum á framfæri í þeim. Eitt af þeim sjónarmiðum sem erfitt á uppdráttar í fjölmiðlum hér á landi eru þjóðernissinnuð sjónarmið.

Í upphafi árs 2000 urðu nokkrar umræður um innflytjendamál Íslands á síðum Morgunblaðsins í kjölfar þess að Íslendingur búsettur í Danmörku birti langa grein um stöðu innflytjendamála í Danmörku og varaði Íslendinga við að gera sömu mistök og Danir í innflytjendamálum með því að fara of hratt í þau. Ýmsar þjóðernissinnaðar lesendagreinar voru birtar í kjölfarið og allt málefnalegar greinar utan eina sem var skrifuð af yfirlýstum rasista og mun hann hafa verið að reyna að nota umræðuna til að koma sínum ólánlegu sjónarmiðum á framfæri.

Hins vegar einkenndi þessa umræðu að að henni komu nær eingöngu menn sem vildu á einn eða annan hátt takmarka innflutning útlendinga til landsins. Furðuðu sig margir á því að fulltrúar andstæðra sjónarmiða skyldu ekki taka upp penna og koma sínum sjónarmiðum á framfæri, eins og eðlilegt telst í málefnalegri umræðu, og þar á meðal ég. Nær ekkert bólaði þó á slíkum skrifum í þá tæpu tvo mánuði sem þessi umræða stóð yfir í. Að lokum var síðan skrúfað fyrir birtingu allra þjóðernissinnaðra greina í Morgunblaðinu og var grein frá mér ein þeirra sem ekki fékkst birt af þeim sökum.

Vegna þessa hringdi ég í Morgunblaðið og óskaði skýringa hverju þetta sætti og fékk samband við einn af umsjónarmönnum aðdendra greina til blaðsins. Í fyrstu gaf hann mér einungis þá skýringu að engar slíkar greinar hefðu verið birtar upp á síðkastið vegna þess að svo mikið efni biði birtingar í blaðinu. Þegar ég hins vegar sætti mig ekki við þá skýringu sagði hann loks að ástæða þess að hætt hefði verið að birta þjóðernissinnaðar greinar væri sú að í kjölfar fyrrnefndrar umræðu í blaðinu hefði því borist margar upphringingar frá “ákveðnum aðilum”, eins og það var orðað, með allskyns yfirlýsingum og jafnvel hótunum ef blaðið hætti ekki að birta þjóðernissinnaðar greinar.

Ef þetta er satt þá líst mér ekki á hlutina. Um áreiðanleika þessarar skýringar mannsins efast ég ekki, enda færi maðurinn varla að skálda svo alvarlegan hlut upp sem afsökun fyrir því að birta ekki greininga mína svo og annarra. Hins vegar er ég vægast sagt hissa á því að Morgunblaðið bugti fyrir slíkri framkomu!

Annars er ég ekki hissa á því að þessum þjóðernissinnuðu greinum hafi ekki verið svarað ef þessir andstæðingar þjóðernissinnaðra sjónarmiða hafa farið þá leið að hóta Morgunblaðinu í stað þess að hafa manndóm í sér til að svara þessum greinum á málefnalegan hátt. Skyldu þessir menn e.t.v. hafa áhyggjur af réttmæti málstaðar síns?

Kv.

Hjörtur J.

Flokkur framfarasinna
www.framfarir.net
Með kveðju,