Á huga er nú mikil umræða um innflytjendur og vil ég aðeins koma með mitt innslag. Ég ætla aðeins tala fyrir fjölþjóðasafélagí á Íslandi sem og annarssatðar í heiminum. Ég bý núna í Danmörku þar sem ég er við nám og hef áður búið í Malawi, Afríku og í Austurríki auk þess sem ég hef áður átt heima í Danmörku. Sú reynsla mín af heiminum sem þessar dvalir í öðrum löndum eru mér algerlega ómetanlegar og hafa mótað mig sem einstakling.
Sömuleiðis hef ég kynnst mörgu merkilegu fólki frá öðrum löndum og heimsálfum sem hafa verið innflytjendur í þeim löndum sem ég hef búið í og hefur þetta fólk rist líf mitt djúft og væri líf mitt fátækara ef ég hefði ekki kynst því.
Í heimi sem býður upp á sífellt betri samskipti og samgöngur að þá er eðlilegt að stórfeldir fólksflutningar fari í gang. Þetta er bein afleiðing af þeim tækniframförum sem hafa orðið á undanförnum áratugum. Þetta hefur sést oft áður í sögunni þegar samgöngur hafa batnað að þá hafa stórfeldir fólksfluttningar fylgt og svo er einnig nú. Má í því sambandi nefna t.d. Indó-Evrópsku þjóðflutningana, landnám Íslands og Vesturferðirnar.
Þessir nýju fólksfluttningar ógna misskpitingu jarðneskra gæða í heiminum þar sem almenningur frá hinum kúguðu löndum 3. heimsins og frá vesturlöndum kynnast betur hverjum öðrum. Þetta má m.a. sjá í mótmælum sem hafa verið safnað í samheitið “andstæðingar hnattvæðingar”. En það er einmitt hnattvæðingin sem knýr þess mótmæli áfram. Almenningur verður sífellt meira upplýstur um, og hefur meiri skilning á, stöðu annara landa eftir því sem við fáum meiri fréttir og kynnumst fólki annaðstaðar úr heiminum. Það veldur síðan aftur meiri samstöðu þvert á landamæri og heimsálfur. Það hefði verið óhugsandi á millistríðsárunum að mótmæla í Evrópu arðráni 3.heimsins sem í dag er raunveruleiki.
Það koma alltaf afturhaldsöfl við öllum breytingum í samfélaginu en þau hafa sögulega ekki megnað að halda aftur af framförunum. Þau gera það ekki í Mið-Austurlöndum, ekki í Asíu, ekki í Ameríku, ekki í Evrópu og allra síst getum við á Íslandi dregið okkur út úr hnattvæðingunni. Og höfum heldur ekki neinn hag af því.
Innflytjendur eru styrkur fyrir samfélagið. Þeir koma inn fyrir minnkandi frjósemi Íslendinga. Hér er hægt að ala mun fleiri en þau 280.000 sem búa á klakanum um þessar mundir og eftir því sem Íslendingar eignast færri börn og þjóðin verður eldri er um að gera að reyna að sannfæra fólk annarsstaðar um að setjast að á Íslandi. Það er gott fyrir íslenska samfélagið og fyir heiminn í heild sinni. Einnig hefur fólk með aðra menningu möguleika á að auðga okkar samfélag með góðum þáttum úr menningu sinni. Ítalirskir innflytjendur hafa komið pizzum og pasta á matseðil heimsins eins og austurasískir innflytjndur hafa komið sínum hefðbundna mat á matarborð Íslendinga. Ég er mjög feginn að þurfa ekki bara að borða íslenskan þjóðlegan mat heldur get fengið mat frá öllum hornum heimsins. Sama er með kvikmyndir, myndlist, tónlist, leikhús, bókmenntir og svo framvegis. Ég nýt þess að vera alinn upp í samfélagi sem hefur tekið menningu margra annara þjóða inn í sig og kæri mig ekki um að hafa það öðruvísi.
Í innflytjendaumræðunni er mikið talað að innflytjendur verða að aðlaga sig samfélaginu okkar. En hversu mikið aðlögum við okkur nýju samfélagi þegar við flytjum burt. Íslendingar eru strax búnir að stofna Íslendingafélög, þeir búa í sömu hverfunum, og hafa margir hverjir ekki mikil samskipti út fyrir hópinn af vesturlandabúum. Það hef ég séð dæmi um í bæði Afríku, Asíu og Ameríku fyrir utan (aðeins annars eðlis) hérna á norðurlöndunum. Það er erfitt að aðlaga sig nýrri menningu og ef við sæjum bjálkan í eigin auga ættum við kannski betra með að þola flísina hjá náunganum. Mér finnst aðdáunarvert hvað margir Asíubúar tala góða íslensku miðað við hvað margir íslendingar í þróunarlöndunum tala bara ensku. Einnig taka vesturlandabúar menningu sína algerlega með sér þegar þeir fara annað og eru frekar á því að það séu hinir í sem eigi að breytast en að þeir eigi að aðlagast því landi sem þeir koma til.
Sagan mun fela sinn dóm og þegar allt annað er gleymt tel ég að muni standa upp úr að næsta öld verður næsta öld verður öldin þegar menning heimsins flættaðist saman og heimurinn sameinaðist sem ein heild. Þetta verður ekki átakalaust en ég tel ekki vafa á að eitthvað í þessa átt mun gerast. Þetta er söguþróunin eins og ég sé hana og það verður til lítils að berjast gegn henni auk þess sem ég sé enga ástæðu til þess. Við erum fyrst og fremst öll íbúar sömu jarðar og erum öll mennsk. Það er mun meira sem sameinar okkur en greinir okkur að.