Sjaldan hefir ég heyrt eins fáránlegar röksemdir og komu fram í máli lögmanns í Kastljósi í kvöld varðandi það atriði að Tryggingastofnun Ríkisins skuli ekki hafa heimild til þess að óska eftir “ verklýsingu ” ( sjúkraskýrslum ) á þeim reikningum sem stofnunin greiðir fyrir og við skattgreiðendur leggjum flestar okkar prósentur skattpeninga í .

Með öðrum orðum reynt er að halda því sjónarmiði að okkur skattgreiðendum það eigi að vera alfarið í höndum eins læknis ef til vill, hvað oft og hvað mikið hið opinbera skuli greiða, án endurskoðunar annarra lækna á faglegum forsendum á grundvelli laga um greiðsluþáttöku T.R í læknisverkum, með þeim röksemdum að læknar Trygggingastofnunar kynnu að “blaðra” um trúnaðarmál sem finna má í sjúkraskýrslum viðkomandi, frekar en aðrir læknar eða heilbrigðisstarfsmenn sem hafa með upplýsingar þessar að gera.

Jafnframt gæti þá einn læknir ef til vill sérfæðingur stjórnað því að taka aðeins að sér verk sem ríkið greiddi þeim hinum sama hvað hæst verð fyrir, án þess að nokkur myndi gera við slíkt athugasemd og síst af öllu sjúklingurinn sem eðli máls samkvæmt trúir sínum lækni, til þess að láta ekki hagnaðarhvöt ráða ferð.

Éf lít svo á að stórnauðsynlegt sé að hið opinbera verji skattpeningum með ráðdeild, ekki hvað síst í útgjaldafrekasta málaflokknum, og hluti af því sé eðlilegt eftirlit með faglegum þáttum er varða stórkostlegar fjárhæðir árlega.

Það sjónarmið hefur gilt á öðrum sviðum samfélagsins.

Í mínum huga eru það annarleg sjónarmið er andmæla sjálfsögðu og eðlilegu eftirliti hins opinbera, með framkvæmdum læknisverkum í landinu en sömu annarlegu sjónarmið hafa einmitt komið fram varðandi það atriði að gagnagrunnur um starfssemi þessa kerfis verði til, svo hægt sé að hafa yfirlit og yfirsýn t.d. til handa t.d. hinu háa Alþingi, þar sem hluti vísindasamfélagsins hefur tekið sér vald til þess að “ hafa vit fyrir almenningi ” á að mínu viti fremur hæpnum forsendum.

Það er óforsvaranlegt að læknar geti neitað að gefa upplýsingar um framkvæmd læknisverk ( hvernig ) til handa stofnunar innan heilbrigðiskerfis og heimtað greiðslur úr opinberum sjóðum
á sama tíma, sífellt hærri ár hvert í raun, t.d hvað varðar lyfjaávísanir.

Lögmaðurinn nefndi lög um réttindi sjúklinga, sem sett voru 1997, en athyglisvert er að þeim lögum mótmæltu læknar þar sem þar var kveðið fastar á um rétt sjúklingsins sjálfs til þess að fá afhentar sjúkraskýrslur um sjálfan sig frá læknum, sem þeir hinir sömu höfðu neitað sjúklingum aðgengi að umvörpum um áratugaskeið fram til áranna 95 -96 og fyrrverandi Landlæknir reyndi að breyta.

Nákvæmlega hið sama er verið að gera varðandi það að Tryggingastofnun geti haft beinar lagaheimildir til þessa að sinna sínum lögbundnum störfum til handa sjúklingum fyrst og fremst, því það vill gleymast að sjúklingar eru einnig skattgreiðendur, sem borga þetta skipulag sem varla virkar vel eftirlitslaust fremur en nokkuð annað í okkar samfélagi.

kveðja.
gmaria.