Ég velti þvi nokkuð fyrir mér um þessar mundir hvort lýðræðinu þ.e plássi annars ágætra prentmiðla til birtingar á greinum um þjóðfélagsmál, sé haldið niðri sökum þess að rými fyrir auglýsingar fái forgang.

Ég hefi nú ásamt öðrum greinahöfundi, í samtökum þar sem ég starfa, beðið rúmlega mánuð eftir greinabirtingu í dagblaði þar sem auglýsingar hafa fyllt heilu siðurnar dags daglega.

Á sama tíma virðist blaðið þess umkomið að fjalla um ýmislegt það er grein sú er bíður til birtingar inniheldur í formi frétta allra handa, sem í þessu tilviki viðkemur einum útgjaldamesta málaflokki þjóðarinnar heilbrigðissmálum og skipan þeirra í formi einka eða ríkisrekstrar, sem grein þessi fjallar um að hluta til.

Ég sit í stjórn samtaka, sem heita Lífsvog og hafa átt sinn þátt í bættri lagasetningu, að ég tel, til handa sjúklingum þessa lands er
hafa mátt meðtaka ónógar tryggingar hins opinbera til skamms tíma og gera enn sumir hverjir.

Þar er um að ræða eðlilegar og sjálfsagðar bætur til handa þeim er þurfa að meðtaka heilsutjón vegna mislagðra handa starfsmanna innan hins opinbera heilsukerfis og finna má í sjúklíngatryggingu er hið háa Alþingi samþykkti og tók gildi fyrir ári síðan og þau
samtök er ég starfa í hafa átt þátt í því að móta, m.a með greinum í þeim prentmiðli sem um ræðir en einnig álitsgjöf til handa Alþingi um heilbrigðismál, allt í sjáflboðavinnu af minni hálfu.

Jafnframt hafa samtök þessi með aðstoð Rikisendurskoðunar átt þátt í umbótum hvað varðar skipulag innan Tryggingastofnunar Ríkisins, til stórbóta fyrir alla sem þjónustu þeirrar þurfa að leita.

Þessi prentmiðill, sem nú í dag virðist ekki geta birt greinar um þessi þjóðþrifamál, nema þær bíði í rúmlega mánuð, selur síðan aðgang að hinum fjölmörgu greinum er sú er þetta ritar hefur sent í blaðið um þessi mál frá árinu 1995. em afnframt greiðir sú hin sama áskrift að blaði þessu alla daga fullu verði.

Er þetta komandi lýðræði prentmiðla í landinu , eða bara nöldur í mér ?

( blaðið segir svo mikinn fjölda greina bíða birtingar og að umfjöllun um viðkomandi mál kunni að vera forsenda birtingar )

Þrátt fyrir það hefur blaðið getað birt fréttir um einkarekstur heilbrigðisþjónustu og aukna lyfjanotkun landsmanna, á sama tíma og grein þessi hefur ekki fengið birtingu, þannig að þau rök falla nokkunr veginn um sjálft sig.

gmaria.